26.09.2020			
	
	Fyrsti leikur meistaraflokks kvenna fór fram í Egilshöll í dag þar sem SA mætti nýju liði Fjölnis. Reykjavíkurliðin tvö leika nú ekki lengur saman heldur tefla fram tveimur liðum. Nokkrar breytingar hafa orðið á liði SA þar sem nokkrir reynsluboltar leika nú ekki með (hvað sem síðar verður) en Saga Blöndal, Alda Ólína Arnarsdóttir, Diljá Sif Björgvinsdóttir og Védís Valdemarsdóttir spila nú aftur með liðinu eftir mislanga dvöl með öðrum liðum. Leiknum lauk með 5:3 sigri SA.
 
	
		
		
		
			
					25.09.2020			
	
	Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir skautari frá SA sem hefur æfit undir leiðsögn Stéphane Lambiel í Sviss náði um síðustu helgi því afreki fyrst Íslendinga að ná þreföldu flippstökki í móti á listhlaupum á skautum og fá það dæmt gilt. Þessu náði Ísold á Dreitannen bikarmótinu í Sviss. 
 
	
		
		
			
					22.09.2020			
	
	26. september 2020 heldur Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar FROSTMÓT 2020. Dagskrá og sóttvarnarreglur fyrir mótið eru komnar út. ATH Dagskrá hefur verið uppfærð. 
 
	
		
		
		
			
					19.09.2020			
	
	Keppendalistar og dagskrá fyrir Haustmót ÍSS 2020 er nú hægt að finna á vefsíðu ÍSS. Sóttvarnarreglur fyrir mótið eru komnar út. 
 
	
		
		
		
			
					19.09.2020			
	
	Leikjum SA og SR í meistaraflokki kvenna og U18 sem fram áttu að fara í dag hefur verið aflýst. Við vekjum einnig athygli á áhorfendabanni á leikjum ÍHÍ samkvæmt tilkynningu frá þeim fyrr í dag.
 
	
		
		
		
			
					17.09.2020			
	
	Hertz-deild kvenna hefst nú um helgina þegar SA tekur á móti SR. Mikil spenna ríkir fyrir upphafi deildarinnar í vetur en bæði Fjölnir og SR hafa stofnað sín eigin kvennalið og verður því leikið í þriggja liða deild. Leikurinn á laugardag hefst kl. 16:45 í Skautahöllinni á Akureyri og það er frítt inn á leikinn.
 
	
		
		
		
			
					27.08.2020			
	
	Æfingar samkvæmt tímatöflu vetrarins hefjast hjá hokkídeild í dag. Tímataflan hefur ekki tekið neinum breytingum frá síðasta vetri. Breytingar eru á þjálfaramálum deildarinnar en yfirþjálfarinn Mark LeRose sem ráðinn var á dögunum hefur hætt við stöðuna af persónulegum ástæðum en Íshokkídeildin leitar nú að nýjum yfirþjálfara. Búið er að semja við eftirfarandi þjálfara um að þjálfa í byrjun vetrar:
 
	
		
		
		
			
					25.08.2020			
	
	Byrjendaæfingar í listhlaupi og íshokkí fyrir 4 ára og eldri eru nú í fullum gangi! Æfingarnar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:30 - 17:15.  Frítt að æfa í listhlaupi til 15. september og frítt út september í hokkí. Allur búnaður innifalinn. 
 
	
		
		
			
					21.08.2020			
	
	Það er búið að opna fyrir skráningar í alla hópa. Skráningar eru opnar til 15. sept.