Meistaraflokkur í Laugardalnum um helgina

Laugardaginn 21.  kl. 18,30 fer fram næsti leikur Meistaraflokks SA í Laugardalnum gegn SR og er þetta að vissu leiti tímamótaleikur því SportTV.is ætlar að vera með útsendingu Í BEINNI Á NETNU ef allt gengur eftir. SRingar tróna nú á toppi deildarinnar eins og fram kemur á vef þeirra, en það skýrist nú kanski að mestu með því að þeir hafa nú spilað mun fleiri leiki, en bæði lið hafa tapað tveimur leikjum "so far".   (O:   3.fl. félaganna munu svo eigast við á eftir Mfl. leiknum.    ÁFRAM SA .........

Gimli Cup - 5. umferð

Fimmta umferð Gimli Cup fer fram í kvöld kl. 21-23.

Æfingar miðvikudaginn 18. nóvember

Helga Margrét þjálfari verður fjarverandi á morgun vegna veikinda. Æfingar haldast þó óbreyttar hjá C hópum og D1 og D2. A og B hópar fá að púla á æfingu sem Sarah Smiley ætlar að kenna. Hún mun taka stíft power skating prógram sem verður örugglega mjög skemmtilegt :) Undir lesa meira má sjá örlitlar tilfærslur á æfingum A og B hópa.

Gimli Cup: Skytturnar á toppinn, Garpar einnig án taps

Skytturnar hafa flesta vinninga á Gimli Cup. Garpar eru einnig án taps en leik liðsins var frestað í kvöld.

Þrekæfingar hjá Hóffu í Laugargötu.

Takið eftir, hér eftir verða æfingarnar í laugagötu kl. 17:00 - 18:00 á þriðjudögum, allir hópar saman, aðallega liðkandi æfingar og danslíkar æfingar og teygjur.

sjáumst, Hóffa

Kæru foreldrar/forráðamenn/iðkendur í C hópum

Næsta sunnudag, 22. nóvember, fer fram innanfélagsmót fyrir C keppendur. Nú þurfum við að fá endanlegan keppendalista og viljum við því biðja ykkur um að senda tölvupóst fyrir miðvikudaginn 18. nóvember á Jóhönnu mótstjóra og Helgu Margréti þjálfara hvort þið keppið eða ekki.
Kveðja,
Jóhanna – josasigmars@gmail.com
Helga Margrét – helgamargretclarke@gmail.com

Þriðjudagsmorgunæfing

Á morgunæfingunni á morgun kl. 06:30-07:20 verður farið yfir basic test æfingar. Þeir sem áhuga hafa á að koma og fá hjálp við æfingarnar skulu mæta (iðkendur úr A1 og A2 og B1 og B2). Seinni hlutann af æfingunni verður farið í vogarsamsetningar.

Gimli Cup - 4. umferð

Fjórða umferð Gimli Cup fer fram í kvöld kl. 20-22.

Jólapakkningar foreldrafélagsins

Nú er komið að jólafjáröflun foreldrafélagsins!

Brynjumóti lokið

Hinu árlega Brynjumóti var rétt í þessu að ljúka.  Mikill fjöldi barna í 7., 6. og  5. flokki hafa dvalið hér um helgina og spilað alls 28 leiki.  Að vanda var mikið fjör allan mótstímann og mótið gekk í alla staði mjög vel.  Það má ljóst vera að efniviðurinn er mikill og framtíðin er björt ef dregið er mið af þessum fjölda og þessum hæfileikaríkum krökkum sem hér hafa spilað um helgina.

Við í Skautafélagi Akureyrar viljum þakka öllum gestum, jafnt keppendum sem foreldrum, kærlega fyrir skemmtilega helgi og óskum ykkur góðrar ferðar heim.  Einnig viljum við þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóginn við undirbúning mótsins sem og við mótið sjálft en þau eru ófá handtökin í kringum viðburð sem þennan.  Styrktaraðili mótsins er sem fyrr hin heimsfræga ísbúð Brynja og þökkum við þeim ómetanlegan stuðning nú sem endranær.