Janúarmótið: 1. umferð

Fyrsta umferð janúarmótsins fór fram í kvöld. Garpar, Skytturnar, Fífurnar og Mammútar unnu í kvöld.

Janúarmótið hefst í kvöld

Fyrsta umferð Janúarmótsins verður leikin í kvöld. Dregið verður í riðla fyrir leiki kvöldsins og er krullufólk því beðið um að mæta tímanlega.

U20 landsliðið heldur utan

Í morgun hélt U20 landsliðið utan til keppni í 3.deild Heimsmeistaramótsins í íshokkí, sem að þessu sinni fer fram í Istanbul í Tyrklandi dagana 4. - 10 janúar.  Liðið er nú í 3. deild en miklar vonir standa til þess að liðið vinni deildina að þessu sinni og vinni sér sæti í 2. deild að nýju þar sem liðið á réttilega heima.  Mótherjar Íslands að þessu sinni eru N-Kórea, Tyrkir, Taipei, Ástralía, Búlgaría og Nýja-Sjáland.  Þar sem liðin eru einu fleiri en venjulega er spilað í riðlum og Ísland var frekar heppið með riðil og spilar fyrst við Taipei, svo N-Kóreu og síðan Tyrkland áður en til úrslita kemur.

IÐKENDUR !! Æfingar byrja á þriðjudag 5.jan. 2010 ATHUGIÐ BREYTTA ÆFINGATÖFLU

Sarah hefur gert breytingar á æfingatöflunni, bæði ís og afís, svo skoðið hana vel.   En 5. og 6. fl. mæta þó kl. 11 í fyrramálið og 7.fl. og byrjendur kl. 12 eins og tilkynnt var í pósti frá Kiddu  (O:

Ice Cup: Langar þig að leika með erlendum keppendum?

Erlendir keppendur sem hafa áhuga á að koma á Ice Cup óska eftir meðspilurum.

Janúarmótið 2010

Janúarmótið hefst mánudaginn 4. janúar.

Krullumaður ársins: Jón Ingi Sigurðsson

Jón Ingi Sigurðsson, fyrirliði Mammúta og íslenska landsliðsins, er krullumaður ársins 2009.

Ósigur gegn Birninum á heimavelli

Á sunnudaginn gerðum við okkur lítið fyrir og töpuðum fyrir Birninum á heimavelli, en það hefur ekki gerst í áraraðir.  Þrátt fyrir allt áttum við ágætan leik og fjöldi skota á markið segir allt sem segja þarf því á meðan við áttum 40 skot á mark Bjarnarmanna áttu þeir aðeins 16 á okkar mark, en nýttu færin sín hins vega mjög vel.  Það er því ljóst að vinnum ekki leiki með 69% markvörslu og ekkert annað í stöðunni en að endurskipuleggja varnarleikinn og senda markmennina til Síberíu.

Áramótamótið: Jólasveinarnir sigruðu!

Eitt fjölmennasta Áramótamót Krulludeildar frá upphafi fór fram í gærkvöldi, 38 þátttakendur, vel heppnuð og skemmtileg kvöldstund.

Gleðileg Jól og Farsælt komandi ár

Stjórn Hokkídeildarinnar sendir öllum iðkendum og velunnurum jólakveðjur og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða með ósk um farsælt komandi ár.