Þeir sem skulda æfingagjöld vegna vor og sumaræfinga og ístíma eru vinsamlegast beðnir að gera skil fyrir næstu mánaðarmót. Með rukkunar kveðju, Gjaldkeri Hokkídeildar.
Fyrstu tveir leikir Akureyrarmótsins fóru fram í kvöld. Víkingar rúlluðu yfir Garpa 10 - 2 og Fífur unnu nýtt lið Fálka 9 - 5. Leik Riddara og Mammúta var frestað til miðvikudagsins 6. október. Næsta umferð fer fram á mánudag. Nánar um næstu leiki, leikmenn liða og leikjadagskrá síðar í vikunni.
Sigurgeir Haraldsson, annar tveggja hirðljósmyndara Skautafélagsins, mætti á leik Víkinganna og Bjarnarins á laugadagskvöldið og tók nokkrar skemmtilegar myndir og hefur bætt þeim við í myndasafnið hér á siðunni - myndirnar má einnig sjá hér.
Í kvöld spiluðu Víkingar við Björninn í Skautahöllinni á Akureyri og er þetta fyrsta viðureign liðanna með fullskipuð lið síðan þau mættust í úrslitum síðasta vor.Heimamenn fóru vel af stað og stjórnuðu leiknum alla fyrstu lotuna en fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 7.mínútu en þar var á ferðinni Andri Freyr Sverrisson sem skoraði á fjarstöng eftir góða sendingu frá Rúnar Frey Rúnarssyni.Tveimur mínútum síðar skoraði Andri annað mark úr frákasti eftir að nafni hans Mikaelsson skaut beint á markið úr uppkasti.Þriðja og síðasta mark lotunnar skoraði svo Andri Mikaelsson eftir sendingar frá Rúnari og Birni Jakobssyni þegar Víkingar voru einir fleiri eftir að fyrirliði Bjarnarins fékk tveir mínútur fyrir að “handfjatla” pökkinn fullmikið.