Gimli Cup: Önnur umferð

Önnur umferð Gimli Cup verður leikin í kvöld, mánudagskvöldið 8. nóvember

Einn sigur og fjögur töp í Danmörku

Krullulið frá SA keppti um helgina á 25 ára afmælismóti Tårnby krulluklúbbsins í Kaupmannahöfn.

SALA - KAUPA

Enn eru til útikerti svo að þeir sem vilja selja þau nú eða kaupa og styrkja með því skautaæfingabúðirnar næsta sumar geta haft samband við mig.

Allý / allyha@simnet.is / 8955804

Myndir frá Frostmótinu 31.10.2010

Nú eru komnar inn skemmtilegar myndir af Frostmótinu.  Þær má nálgast hér 

Valkyrjur unnu Björninn; 2 - 1

Í gærkvöldi héldu Valkyrjurnar suður yfir heiðar og áttust þar í fyrsta skiptið við Björninn í Íslandsmótinu á þessu tímabili.  Liðin áttust síðast við í æsispennandi úrslitakeppni síðasta vor hvar úrslitin réðust ekki fyrr enn í hreinum úrslitaleik.
Valkyrjurnar hófu titilvörnina sína á sigri með því að leggja Björninn í jöfnum leik, 2 – 1.  

SR - SA 2fl. 5 - 7 og Björninn - Valkyrjur 1 - 2

2.flokkur SA atti í kvöld kappi við SRinga og vann með 7 mörkum gegn 5 og Valkyrjur mættu Bjarnarkonum í Grafarvogi og unnu með 2 mörkum gegn 1,  Góðir SA ......

KERTI KERTI KERTI- LOSIÐ MIG VIÐ KERTIN

ÞEIR SEM PÖNTUÐU KERTI TIL AÐ SELJA MEIGA ENDILEGA NÁ Í ÞAU NÚNA Í KVÖLD EÐA Á MORGUNN LAUGARDAG.Þá verð ég rosa glöð.. :o)

Allý - 8955804  Eyrarvegur 9

Dagskrá og keppnisröð á Bikarmóti ÍSS 6. -7. nóvember á Akureyri

Búið er að draga í keppnisröð á Bikarmóti ÍSS sem haldið verður á Akureyri helgina 6. og 7. nóvember.

Athygli skal vakin á því að dagskrá mótsins er birt með fyrirvara um breytingar og bendum við keppendum á að mæta mjög tímanlega á keppnisstað. Að minnsta kosti klukkutíma fyrir auglýstan keppnistíma.

Dagskrá og keppnisröð er að finna hér

Myndir úr leikjunum sem voru á þriðjudags kvöldinu

Myndir úr leiknum Ynjur - Valkyrjur eru hér og karla leiknum Jötnar - Víkingar eru hér

Kristalsmótið - C iðkendur - Foreldrafundur mánudaginn 8. nóv.

Til foreldra  stúlkna sem fara á Kristalsmótið núna í nóvember,
Ánægjulegt er að sjá að 20 stúlkur ætla á þetta mót og enn ánægjulegra er að sjá að 4 foreldrar hafa gefið kost á sér  til að sjá um fararstjórnina og þiggjum við það með þökkum.
Þegar farið er í hópferð á vegum LSA eins og nú verður gert höfum við boðað til fundar með foreldrum til að fara yfir fyrirkomulag ferðarinnar og hnýta sem flesta lausa enda sem og að svara spurningum foreldra.