Karfan er tóm.
Allir þeir sem eru með öskudagspantanir eru beðnir að skila þeim pöntunum sem eru komnar í skautahöllina á morgunn miðvikudag kl. 16:30 og 17:30. Þeir sem að ekki eru búnir eiga að koma með þær sem komnar eru og restina á miðvikudaginn í næstu viku..
Allý / Kristín
Stelpurnar okkar stóðu sig með prýði á RIG og óskum við þeim öllum til hamingju með góðan árangur. Á þessu sterka móti þar sem margir erlendir keppendur tóku þátt fengum við ein gullverðlaun, Hrafnhildur Lára vann sinn flokk, Novice B með 25,46 stig og óskum við henni til hamingju með sigurinn.
Í flokki 12 ára A
- Guðrún Brynjólfsdóttir, 5 sæti
- Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, 7 sæti
- Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir, 9 sæti
- Sara Júlía Baldvinsdóttir, 13 sæti
Í Novice
- Urður Ylfa Arnarsdóttir, 8 sæti
Í Novice B
- Hrafnhildur Lára Hildudóttir, 1 sæti
- Birta Rún Jóhannsdóttir, 6 sæti
- Lóa Aðalheiður Kristínardóttir, 9 sæti
Glæsilegur árangur stelpur!!!!!!!
Öll úrslit mótsins má finna á slóðinni http://skautafelag.is/list/gogn/RIG2011/index.htm
Fullt af myndum er að finna á http://www.flickr.com/photos/skautafelag/collections/72157625698494121/
Sigurvegarar RIG mótsins í listhlaupi á skautum með flest stig eru systkinin Peter Reitmayer með 130,47 stig og Ivana Reitmaverova með 94,07 stig frá Slóvakíu. Ivana keppir í Senor flokki og Peter í Junior flokki. Þau hafa æft á Íslandi í vetur, en móðir þeirra er þjálfari listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar. Það er gífurlegur fengur að fá svo sterka keppendur til keppni hér á landi, og hvað þá að hafa þau líka á æfingum!
Nánari upplýsingar má finna á http://skautafelag.is/list/ og www.rig.is
Enn eru til skautatöskur munstraðar og einlitar, Mondor skautabuxur svartar og mjúkar skautahlífar
Allý - allyha@simnet.is / 8955804
Skrá skal keppendur á Vetrarmót ÍSS 18-20 feb Hér. Skráningarfrestur keppenda á Vetrarmót ÍSS rennur út 20 janúar og ekki verður tekið við skráningum eftir það. keppnisgjöld eru 3500 fyrir eitt prógram og 5500 fyrir tvö prógröm. Leggja skal keppnisgjöld inn á reikning 1145-26-3770, kt: 510200-3060, senda kvittun á didda@samvirkni.is. Hafi keppandi ekki skráð sig að skráningarfresti loknum né borgað keppnisgjöldin er litið svo á að skautarinn ætli ekki að taka þátt. Samþykkt var á foreldrafundi A og B keppenda að hópferð verður farin á Vetrarmót og því þarf fararstjóra í þessa ferð.
Það er hokkíveisla í Skautahöllinni þessa helgi. Hún byrjaði með leik í 3.fl. rétt fyrir 10 í gærkvöldi ( já þið lásuð þetta rétt ) og hélt áfram í morgun kl. 08,00 og verður svo fram haldið í dag og svo er leikið til úrslita í fyrramálið, dagskránna má skoða hér.
Kl 21.10 í kvöld er svo Leikur í Meistaraflokki karla þar sem eigast munu við SA-Víkingar og Björninn sem kemur til að sjá og sigra ( sá það á heimasíðu þeirra ) en nokkuð er víst að Víkingar munu að fornum sið berjast til síðasta dropa og hvergi gefa eftir. Hörkuskemmtun í Skautahöllinni og skorað á fylgismenn og aðdáendur að mæta og standa fyrir stemmingu sýnu liði til stuðnings. Áfram SA ..........