03.04.2024
Engir Íslandsmeistaratitlar í hokkíbæinn Akureyri í meistaraflokkum í ár því báðir titlarnir fóru suður – einn í Grafarvog og hinn í Laugardalinn. Kvennaliðið tapaði sínu einvígi 1-3 á útivelli í Egilshöll á meðan karlaliðið tapaði 2-3 í oddaleik á heimavelli á fimmtudag.
Vonbrigði á vonbrigði ofan í Innbænum segja margir eftir frábært tímabili beggja liða í deild þar sem deildarmeistaratitlar unnumst sannfærandi. Staðreyndin er hinsvegar sú að bæði frammistaðan og árangurinn er meira en viðunandi. Samkeppnin er af hinu góða og Reykjavíkurfélögin vel að titlum sínum komin...
27.03.2024
5. leikur úrslitakeppninnar í íshokkí og úrslitaleikur fer fram í Skautahöllinni á Akureyri á morgun Skírdag kl. 16:45. Sigurliðið lyftir Íslandsmeistarabikarnum. Mætum í rauðu - málum stúkuna rauða og styðjum okkar lið til sigurs. Forsalan er hafin á Stubb! Gríptu Burger fyrir leik eða í leikhléi.
26.03.2024
Garpar Íslandsmeistarar 2024.
23.03.2024
Búið er að seinka leiktíma 3. leiks úrslitakeppninnar til kl 18:00 vegna aksturskilyrða hingað norður.
22.03.2024
LEIKUR #3 í Úrslitakeppninni í Hertz-deild karla er á laugardag kl. 16:45 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar sýndu gamla góða SA karakterinn í gær þegar þeir snéru stöðunni 1-3 í síðustu lotunni í 5-4 sigur með þremur glæsilegum mörkum Jóhanns Leifssonar og sigurmarki Gunnars Arasonar. Sigurinn er vendipunktur í seríunni því núna er staðan 1-1 og SA Víkingar eiga næsta heimaleik. Við hvetjum fólk til að mæta í stúkuna á laugardag og styðja okkar menn til sigurs! Forsalan er hafin á Stubb og kvöldmatnum er reddað því það er Burger fyrir leik eða í leikhléi á 2. hæðinni.
🎫 Miðaverð 2.000 kr. frítt inn fyrir 13 ára og yngri.
🎟 Forsala Miða: https://stubb.is/events/yNKako
🍔 Burger fyrir leik og í leikhléi á 2. hæð.
🥪 Ásgarður sjoppan í Skautahöllinni Opin og samlokugrillið funheitt.
19.03.2024
Níunda umferð Íslandsmótsins
IceHunt stöðvaði sigurgöngu Garpa
14.03.2024
Úrslitakeppnin í Hertz-deild karla á milli Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur hefst þriðjudaginn 19. mars kl. 19:30 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar eru deildarmeistarar og hefja því leik á heimavelli en leikið verður sitt á hvað þar til annað liðið hefur unnið þrjá leiki og tryggir sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí.
Miðaverð er 2000 kr. en frítt inn fyrir 13 ára og yngri. Hægt er að tryggja sér miða í forsölu í Stubb. Við hvetjum fólk til þess að mæta í rauðu og litum þannig stúkuna í okkar lit.
Foreldrafélagið selur hamborgara og drykki í félagssalnum fyrir leik og Sjoppan samlokur svo engin þarf að fara svangur heim. Áfram SA!