S.A. 2. flokkur tapaði fyrir Birninum
2. flokkur Bjarnarins vann SA 6-3 (2-1, 1-1, 3-1) á laugardagskvöldið síðasta
Foreldrafélagið hefur til sölu S.A. húfur. Þær kosta 1000 kr. og peningurinn rennur til yngri flokkastarfsins.
Á föstudag 12. nóvember mætir 1. flokkur með 2. flokki kl. 17:00 á ís, afís fellur niður. Þetta er vegna Brynjumóts
Allar æfingar falla niður næstu tvo laugardaga:
Laugardaginn 13. nóvember vegna Brynjumóts.
Laugardaginn 20. nóvember vegna Bikarmóts.
3. flokkur mæti í staðinn sunnudaginn 14. nóv. með 2. flokki kl. 17:00
Í stað laugardagsæfinganna verður boðið upp á æfingar
Á sunnudag 14. nóvember kl. 19:00 fyrir 4/5 flokk
Á mánudaginn 15. nóvember kl. 18:00 fyrir 6/7 flokk og gullflokk
Á sunnudag 21. nóvember kl. 18:00 fyrir 4/5 flokk
Á sunnudag 21. nóvember kl. 17:00 fyrir 6/7 flokk og gullflokk
Helgina 12.-14. nóvember verða þjálfararnir Helga Margrét, Audrey Freyja, Heiða Björg og Berglind Rós, sem bætist í hópinn eftir áramótin, á þjálfaranámskeiði hjá Skautasambandinu í Reykjavík.
Á meðan sjá þjálfararnir Ásta Heiðrún og Erika Mist ásamt iðkendum úr 1. flokki um þjálfunina.
Leikmaður SR Guðmundur Björgvinsson er hér með úrskurðaður í tveggja leikja bann í mfl. flokki. Nánar HÉR
Um helgina mun S.A. etja kappi við Björninn og S.R. um íslandsmeistaratitil í 2.flokki. S.A. mun keppa fyrst við S.R. á föstudaginn kl 19:00 og svo á laugardaginn við Björninn kl 19:00. Það má búast við hörku leikjum á milli þessara liða, því öll eru þau svipuð að getu. Testerón flæðið verður því í gríðarmiklu magni hjá þessum ungu og efnilegu drengjum alla helgina og allt gefið í leikina að vanda. Hvetjum við alla til að mæta í höllina og hvetja sína menn. ÁFRAM SA!!!