Ísumsjón
Bragðarefir og Svartagengið sjá um ísinn mánudaginn 29. sept.
Við hjá foreldrafélaginu viljum biðja iðkendur í fjórða hópi að taka að sér að vinna á ÍSS mótinu um helgina í kaffi- og pakkasölu, enda mikið sem þarf að gera á mótinu. Við fáum svo A & B stelpur til að vinna á næsta C-móti í staðinn. Endilega sendið póst á johanna@bjarg.is og staðfestið þátttöku.
Enn er pláss fyrir fleiri iðkendur í yngri flokkum fyrir veturinn. Endilega hvetjið litla skautasnillinga til að koma og prófa! Æfingar fyrir leikskólabörn á miðvikudögum kl:17:15 og æfingar fyrir grunnskólabörn á miðvikudagögum og föstudögum kl:17:15. Skautaæfingar og skemmtilegir leikir á ís. Allt árið kostar einungis 25.000.- fyrir leikskólabörn en 39.000 fyrir grunnskólabörn, hægt að skipta greiðslum.
Helgina 3.-5. október nk. verður haldið Haustmót ÍSS í listhlaupi á skautum hér í skautahöllinni á Akureyri. Nánari upplýsingar um mótið má sjá á heimasíðu ÍSS: www.skautasamband.is
Ennþá vantar starfsmenn á mótið, t.d. í hliðvörslu. Þeir sem hafa tök á að taka að sér vinnu á mótinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við mótstjóra sem fyrst í tölvupósti : huldabk@btnet.is eða gsm: 8468675.
Með fyrirframþökk um góðar undirtektir:
Hulda Björg Kristjánsdóttir