Aðalfundur Íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar

Aðalfundur Hokkídeildarinnar verður haldinn miðvikudaginn 12. mai 2010 kl. 20,00 í fundarherberginu inni í Skautahöll.

MARAÞONÁHEIT

Ef einhver er enn með áheitablöð v/ maraþonsins þá endilega skilið þeim til mín í dag mánudag í síðastalagi á morgunn þriðjudag ég er heima eftir kl. 16:30

kv. Allý

Skil á pöntunum þrifpakka

Senda má pantanir á þrifpökkum í tölvupósti á hildajana@gmail.com eða skila þeim á fundinum í dag.

MARAÞON OG ÆFINGABÚÐIR

Jæja þá er maraþonið á enda og gekk allt vel, krakkarnir voru til fyrirmyndar og vonum við að þau séu hress og ánægð eftir vökunóttina, þökkum líka foreldrum sem voru á vaktinni kærlega fyrir. Vonumst  til að sjá sem flesta í æfingabúðunum í ágúst og minni hér með á að það þarf að skila inn staðfestingu til okkar í síðasta í dag 3. mai. Æfingabúðirnar verða í 3 vikur þ.e. 9. - 27. ágúst.Tími fyrir yngri iðkendur verður auglýstur fljótlega.

Takk fyrir veturinn.

Allý, allyha@simnet.is /  Kristín Þöll, artkt@internet.is

Breyting á tíma á ostravafundi

Vegna dræmrar þátttöku á fundinum á sunnudag ætlum við að færa fundinn til kl 17 á mánudag.

Ice Cup: Undanúrlit á laugardagsmorgun - leikir

Strympa, Confused Celts, Moscow og Whiskey Macs leika til úrslita um fjögur efstu sætin í Ice Cup þetta árið.

Maraþon, hópaskipting

Hér er hópaskiptingin í maraþoninu

 

Maraþon, tímatafla

Hér er tímatafla maraþonsins.

Foreldrar skráið ykkur á foreldravakt með því að senda tímann sem þið ætlið að vera á  allyha@simnet.is og ruthermanns@hive.is Áheitablöðunum á að skila í upphafi maraþons til Allýjar eða Rutar

KRAKKAFJÖR AÐ HÖMRUM - Uppskeruhátíð 5., 6. og 7.flokks 2. mai

Jæja þá er loksins komið að uppskeruhátíðinni okkar.    Við ætlum að hittast á Hömrum – svæði skátafélgasins hjá Kjarnaskógi - núna sunnudaginn 2 mai frá kl 11-13.   Þar ætlum við að skemmta okkur og eru foreldrar kvattir til að koma með börnum sínum og systkini eru velkominn.

Dagskráin er mjög frjálsleg og ekki endilega í þessari tímaröðvið

munum afhenda myndir af liðunum,

við förum í leiki

við nýtum hlöðuna og fótboltaspilið sem er á staðnum

við munum vera með hoppikastala

við munum grilla pylsur og drekka gos með - nú eða annað hollara

við munum borða ís á eftir

við munum skemmta okkur vel

Við munum að sjálfsögðu þiggja aðstoð frá foreldrum við eitthvað af þessu, endilega gefa sig fram á staðnum.

Með skemmti kveðjum, Stjórn Foreldrafélagsins.

Fundur Ostrava

Fundur vegna fyrirhugaðrar ferðar til Ostrava verður haldinn á sunnudaginn kl:13:00 þegar maraþonið verður í fullu fjöri. Ræða á þær upplýsingar sem liggja fyrir, verð, skipa ferðanefnd og fararstjóra auk þess að ræða fjáröflun og annan undirbúning. Á fundinum á að skila pöntunum vegna þrifpakkanna. Sjáumst hress