Víkingar unnu Björninn 3 - 8
Víkingar náði í kvöld mikilvægum stigum af Birninum í Grafarvogi með góðum 8 - 3 sigri. Víkingar náðu þar einnig að koma fram hefndum eftir grátlegt tap í framlenginu síðasta þriðjudag en það er greinilegt að bæði lið kunna vel við sig á útivelli. Eitt af einkennum Bjarnarmanna er að byrja af miklum krafti og það gerðu þeir í kvöld og komust yfir strax á fyrstu sekúndum leiksins.
Víkingar létu það þó ekki á sig fá heldur snéru leiknum fljótt við og svöruðu með fjórum mörkum. Staðan var því 4 - 1 eftir fyrstu lotu og þar var grunnurinn lagður að sigrinum. Önnur lota var jafnari en hana unnu Víkingar engu að síður 2 - 1 og síðan þá þriðju með sömu markatölu, lokastaðan 8 - 3.