07.08.2014
Nú styttist í opnun Skautahallarinnar en þetta mun verða 15. starfsár hennar. Starfsmenn hallarinnar hafa hafist handa við undirbúning opnunar og nú stendur yfir mikil viðhaldsvinna. Stefnt er að því að æfingar hefjist samkvæmt töflu miðvikudaginn 20. ágúst n.k. og fyrsti almenningstíminn verði föstudaginn 29. ágúst.
09.05.2014
Innan skamms birtast greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldunum í heimabönkum skráðra félagsmanna.
23.04.2014
Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar fimmtudagskvöldið 15. maí. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.
11.04.2014
Opið verður fyrir almenning kl. 13-16 alla daga í páskavikunni nema hvað lokað verður á páskadag. Æfingar verða hjá deildunum skv. breyttri töflu í páskavikunni.
04.04.2014
Laugardaginn 5. apríl verður frítt á skauta í Skautahöllinni á Akureyri í boði Vodafone RED. Opið verður kl. 15-18.
27.03.2014
Um kl. 14.20 í dag fór Zamboni aftur inn á ísinn og hann virkar! Æfingar verða því skv. tímatöflu í dag, með smá breytingum þó. Jötnar æfa sér kl. 20.10, en ekki með 3. flokki kl. 18.10 eins og venjulega á fimmtudögum. Engin æfing hjá Víkingum, en listhlaup fær tíma kl. 21.10.
26.03.2014
Viðgerð á dælumótor Zamboni-hefilsins er ekki lokið. Ljóst er að hann mun ekki komast í lag í dag, miðvikudag.
25.03.2014
Enn er unnið að viðgerð á dælumótor í Zamboni-ísheflinum. Staðfest er að Zamboni verður ekki klár í slaginn í dag, þriðjudag, og því falla allar æfingar á ís niður í dag. Óvíst er með miðvikudaginn.
24.03.2014
Bilun varð í Zamboni-ísheflinum fyrr í kvöld. Viðgerð stendur yfir. Óvíst er hve langan tíma tekur að koma heflinum aftur í gagnið. Líklegt er að bilunin muni hafa áhrif á æfingar í íshokkí á morgun (þriðjudag). Nýjar upplýsingar verða settar hér inn um leið og málin skýrast.
21.03.2014
Vegna óveðurs og ófærðar hefur Frostmóti listhlaupadeildar SA verið frestað og tilfærslur verða á æfingum U-18 hokkílandsliðsins. Æfingar verða skv. æfingatöflu deildanna á laugardagsmorguninn, en smávægilegar breytingar á sunnudag.