21.01.2014			
	
	Víkingar sigruðu SR-inga í mfl. karla á Íslandsmótinu í íshokkí í kvöld, 4-1. Víkingar eru einu stigi á eftir Birninum eftir 11 leiki.
 
	
		
		
		
			
					21.01.2014			
	
	Íþróttabandalag Akureyrar og Íþróttaráð Akureyrar bjóða bæjarbúum til verðlaunahófs í Hofi miðvikudaginn 22. janúar. Hápunktur hátíðarinnar er þegar kunngjört verður val á íþróttamanni Akureyrar 2013.
Jafnframt verða afhentar heiðursviðurkenningar íþróttaráðs og viðurkenningar og/eða styrkir til þeirra íþróttafélaga sem áttu Íslandsmeistara og/eða landsliðsfólk á árinu 2013. 
 
	
		
		
		
			
					21.01.2014			
	
	Stjórn Skautafélags Akureyrar hefur valið Ingvar Þór Jónsson íþróttamann félagsins árið 2013. Ingvar verður því einn af þeim sautján sem til greina koma við val á íþróttamanni Akureyrar.
Afhending viðurkenninga til íþróttamanns SA og íþróttamanna deildanna verður auglýst síðar.
 
	
		
		
		
			
					21.01.2014			
	
	Í kvöld mætast Víkingar og SR á Íslandsmótinu í íshokkí. Leikurinn fer fram  í Skautahöllinni á Akureyri og hefst hefst kl. 19.30.
 
	
		
		
		
			
					09.01.2014			
	
	Skautafélag Akureyrar á þrjá fulltrúa í landsliði Íslands skipuðum leikmönnum 20 ára og yngri sem tekur þátt í HM, II. deild, b-riðli, á Spáni. Liðið hélt út í morgun, fyrsti leikur á laugardag.
 
	
		
		
		
			
					07.01.2014			
	
	Tveir "gamlir" SA-menn, Jón Benedikt Gíslason og Hafþór Andri Sigrúnarson, eru komnir heim og spiluðu fyrir Jötna í kvöld. Jón skoraði þrennu í 7-5 sigri liðsins á Húnum.
 
	
		
		
			
					07.01.2014			
	
	Í kvöld, þriðjudagskvöldið 7. janúar, mætast Jötnar og Húnar á Íslandsmótinu í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri. Leikurinn hefst kl. 19.30.
 
	
		
		
		
			
					03.01.2014			
	
	Mánudagana 6. og 13. janúar ætlar Krulludeild Skautafélags Akureyrar að standa fyrir sérstöku átaki til að fjölga konum í íþróttinni. 
 
	
		
		
		
			
					02.01.2014			
	
	Ekki er lengur frítt fyrir iðkendur innan félagsins í almenningstíma á virkum dögum. Á móti lækkar verð á 10 tíma korti fyrir iðkendur.