Flýtileiðir

Fréttir

02.05.2025

Úrslitaleikur fyrir strákana okkar í fyrramálið

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí sem keppir nú á Heimsmeistaramótinu í Nýja Sjálandi vann 6-3 sigur á Thaílandi í nótt og hefur nú unnið 3 á 4 leikjum sínum í mótinu. Liðið á nú aðeins eftir einn leik en það er úrslitaleikur fyrir liðið en liðið mætir heimaliðinu Nýja Sjálandi í fyrramálið þar sem sigur getur þýtt gull eða silfur. Bæði lið eru með 9 stig eftir 4 leiki en Georgía situr í efsta sætinu með 11 stig fyrir síðasta keppnisdaginn. Ísland er búið að tryggja sér verðlaunasæti í mótinu en með sigri tryggir Ísland sér í minnsta lagi silfur og eigir þá einnig möguleika á gullinu og að fara upp um deild ef Georgía misstígur sig á sama tíma gegn Thaílandi.
02.05.2025

Aðalfundur aðalstjórnar Skautafélags Akureyrar fimmtudaginn 15. maí

Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar fimmtudaginn 15. maí kl. 20.00 í félagssal Skautahallarinnar. Hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. Félagsmenn eru hvattir til að mæta en allir skuldlausir félagsmenn 16 ára og eldri hafa atkvæðisrétt, málfrelsi, tillögurétt og kjörgengi til stjórnarstarfa á aðalfundi félagsins. Dagskrá aðalfundar fer eftir lögum félagsins: 1. Kosinn fundarstjóri og fundarritari 2. Aðalstjórn gefur skýrslu um starfsemi á liðnu starfsári. 3. Aðalstjórn gefur skýrslu um fjárhag félagsins í heild og leggur fram endurskoðaða reikninga aðalstjórnar og félagsins í heild, svo og sjóða í vörslu félagsins. 4. Fjárhagsáætlun næsta árs. Árgjöld félagsins. 5. Tillögur sem borist hafa teknar til athugunar. 6. Tillögur um lagabreytingar 7. Kosin aðalstjórn félagsins 8. Önnur mál er fram kunna að koma
02.05.2025

Aðalfundir íshokkídeildar, listskautadeildar og krulludeildar dagana 12.-14. maí

Skautafélaga Akureyrar boðar til aðalfunda allra deilda félagsins daganna 12.-14. maí í félagssal Skautahallarinnar. Tímasetningar aðalfunda: Krulludeild mánudaginn 12. maí kl. 18:00 Íshokkídeild mánudaginn 12. maí kl. 20:00 Listskautadeild miðvikudaginn 14.m maí kl. 20:00
01.05.2025

IceCup2025 mótið hafið

Krullumótið IceCup 2025 er nú hafið í Skautahöllinni en 25 ár eru liðin frá fyrsta IceCup mótinu.  Það eru 24 lið í mótinu í ár þar af 18 erlend lið og keppendur frá 16 mismunandi löndum en uppselt var í mótið með meira en árs fyrirvara. Setning mótsins fór fram í flugsafninu í gærkvöld en leikirnir hófsut svo kl. 9 í morgun og munu standa yfir fram á laugardagskvöld. Það er einnig þétt dagskrá hjá keppendum utan ís með kvöldskemmtunum sem enda svo með veglegu lokahófi á laugardagskvöld. Mótið er í beinni útsendingu hér en leikið er alla þrjá keppnis daganna frá kl. 9 og fram á kvöld. Við hvetjum áhugasama um að koma í stúkuna og fylgajst með keppninni sem er virkilega skemmtileg og spennandi en hægt að gæða sér á dýrindis kjötsúpu og öðrum veitingum á 2. hæðinni.

Einhver auglýsing

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

Samstarfsaðilar

Mynd augnabliksins

Velkomin í höllina

Frábær aðstaða

Verið velkomin í höllina

Skautahöllinni á Akureyri er heimili Skautafélags Akureyrar en skautasvellið er opið fyrir gesti um helgar og í kringum stórhátíðir. Tímapantanir og upplýsingar um afmælisveislur og leigu á ís eru á skauta.is. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu. Veitingarsala er opin á almenningstímum. 

 

TÍMAPANTANIRTÍMATAFLAAFMÆLI