Flýtileiðir

Fréttir

26.01.2026

U20 landslið Íslands niður um deild

U20 ungmennalandslið Íslands í íshokkí féll niður um deild eftir grátlega niðurstöðu í síðasta leik þar sem liðið tapaði gegn Ástralíu með minnsta mun. Sigur í leiknum hefði tryggt liðinu áframhaldandi sæti í deildinni eftir frækinn sigur gegn Serbíu í leiknum þar á áður en þess í stað fellur liðið niður um deild. Ísland var með 3 marka forystu fyrir síðustu lotuna en Ásralía vann upp 3 marka muninn í tvígang og skoruðu 6 mörk í síðustu lotunni gegn 2 mörkum Íslands og unnu 6-5 og tryggðu sér silfurverðlaun með sigrinum. Holland var lang sterkasta liðið í riðlinum og fer upp um deild og Ísrael fékk brons. 
23.01.2026

Íslenska U18 stúlkna landslið Íslands á leið á Heimsmeistaramót í Suður-Afríku

U18 stúlkna landslið Íslands í íshokkí lagði af stað í langferð frá Keflavík í morgun en liðið er nú á ferðalagi til Cape Town í Suður-Afríku þar sem liðið mun leika á Heimsmeistaramótinu í 2.deild B á næstu dögum. SA á 11 fulltrúa í liðinu í ár auk aðila í þjálfarateyminu og fararstjórn. Fyrsti leikur liðsins er á mánudag en þá mætir liðið heimaliðinu, Suður-Afríku. Næstu leikir liðsins eru svo gegn Belgíu, Rúmeníu, Mexíkó og svo Taívan. Fylgjast má með allri tölfræði, stöðu og dagskrá mótsins á heimasíðu alþjóða íshokkísambandsins. Allir leikir mótsins eru í beinu streymi á streymisveitu Íshokkísamband Íslands og aðgengilegir fyrir áskrifendur á IcehockeyIceland.tv. Fyrsti leikur Íslands gegn Suður-Afríku hefst kl. 18:00 á mánudag á íslenskum tíma.
16.01.2026

Íslenska U20 drengja landslið Íslands hefur leik á HM á sunnudag

Íslenska U20 drengja landslið Íslands er nú lagt af stað til Belgrad í Serbíu þar sem liðið mun á næstu dögum leika á Heimsmeistaramótinu í 2 deild B. Í riðlinum eru Ástralía, Holland, Ísrael, Nýja-Sjáland og Serbía auk Íslenska liðsins en íslenska liðið mætir Ísrael í sínum fyrsta leik á sunnudag. SA á 13 fulltrúa í liðinu auk fulltrúa í fararstjórn og þjálfarateymi. Fylgjast má með allri tölfræði, stöðu og dagskrá mótsins á heimasíðu alþjóða íshokkísambandsins. Allir leikir mótsins eru í beinu streymi á streymisveitu Íshokkísamband Íslands og aðgengilegir fyrir áskrifendur á IcehockeyIceland.tv. Fyrsti leikur Íslands á sunnudag gegn Ísrael hefst kl. 15:00.
13.01.2026

Sædís Heba Guðmundssdóttir og Unnar Hafberg Rúnarsson hafa verið valin íþróttafólk SA fyrir árið 2025

Listskautakonan Sædís Heba Guðmundssdóttir og íshokkímaðurinn Unnar Hafberg Rúnarsson hafa verið valin íþróttafólk SA fyrir árið 2025 og voru heiðruð og veitt viðurkenningar af Skautafélagi Akureyrar í gærkvöld. Bæði tvö hafa nú þegar verið valin íþróttafólk sinnar deildar innan félagsins en eru einnig skautakona og íshokkíkarl ársins hjá sínum sérsamböndum, Skautasambandi Íslands og Íshokkísambandi Íslands. Bæði tvö eru tilnefnd af Skautafélagi Akureyrar til Íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2025 en valið verður kunngjört á íþróttahátið Akureyrar 29. janúar næstkomandi í menningarhúsinu Hofi.

Einhver auglýsing

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

Samstarfsaðilar

Mynd augnabliksins

Velkomin í höllina

Frábær aðstaða

Verið velkomin í höllina

Skautahöllinni á Akureyri er heimili Skautafélags Akureyrar en skautasvellið er opið fyrir gesti um helgar og í kringum stórhátíðir. Tímapantanir og upplýsingar um afmælisveislur og leigu á ís eru á skauta.is. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu. Veitingarsala er opin á almenningstímum. 

 

TÍMAPANTANIRTÍMATAFLAAFMÆLI