Flýtileiðir

Fréttir

07.12.2025

Íshokkídeild SA semur við Richard Hartmann um þjálfun út tímabilið

Skautafélag Akureyrar hefur gengið frá ráðningu Slóvakíska íshokkíþjálfarans Richard Hartmann um að taka við þjálfun unglinga- og meistaraflokka SA út tímabilið. Ráðning Richard er frábært skref fyrir félagið en reynsla hans og sýn fellur vel að stefnu félagsins í áframhaldandi leikmannaþróun og uppbyggingu til framtíðar.
08.12.2025

Jólasýningin á sunnudag

Jólasýning Listskautadeildar Skautafélags Akureyrar - Þegar Trölli stal jólunum fer fram sunnudaginn 14.des nk. kl: 17:30 í Skautahöllinni. Foreldrafélagið verður með veitingasölu í hléinu og pekkjakastið á sínum stað. Láttu ekki þessa frábæru sýningu fram hjá þér fara, sjón er sögu ríkari. Miðasala á staðnum.
05.12.2025

Skautafélag Akureyrar fær styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA

KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins síðastliðinn mánudag og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Var þetta í 92. skipti sem veitt er úr sjóðnum. Sjóðurinn var stofnaður árið 1936 en þá hlaut Sjúkrahúsið á Akureyri fyrsta og eina styrk sjóðsins. Að þessu sinni var úthlutað styrkjum að fjárhæð tæplega 30 milljónir króna til fjölbreyttra samfélagsverkefna, íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og til ungs efnilegs afreksfólks á félagssvæði KEA. Umsóknir voru fjölmargar og hlutu rúmlega 70 einstaklingar, félög og verkefni styrk úr sjóðnum. 
04.12.2025

Skautafélag Akureyrar með 22 verðlaun á Íslandsmeistaramótinu í Skautahlaupi í Laugardal

Íslandsmeistarmót í skautaati (short track) var haldið á í Reykjavík um síðustu helgi. Á mótið mætti fríður hópur frá SA og nældu sér allir í verðlaun.

Einhver auglýsing

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

Samstarfsaðilar

Mynd augnabliksins

Velkomin í höllina

Frábær aðstaða

Verið velkomin í höllina

Skautahöllinni á Akureyri er heimili Skautafélags Akureyrar en skautasvellið er opið fyrir gesti um helgar og í kringum stórhátíðir. Tímapantanir og upplýsingar um afmælisveislur og leigu á ís eru á skauta.is. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu. Veitingarsala er opin á almenningstímum. 

 

TÍMAPANTANIRTÍMATAFLAAFMÆLI