Glæsilegt C-mót

Um helgina var haldið innanfélagsmót C-iðkenda og tókst það til með prýði. Iðkendur sýndu flestir sínar bestu hliðar bæði innan og utan svellsins. Auk þess sem upprennandi kornungir skautarar 6.-7. ára sýndu listir sínar við miklar undirtektir í höllinni og ljóst að framtíðin í björt í íþróttinni. Úrslitin má sjá undir lesa meira hnappnum

Dagskrá Íslandsmeistaramóts og Aðventumóts 2009

Inni á síðu Skautasambands Íslands er að finna dagskrá og keppendalista fyrir Íslandsmeistaramótið og Aðventumótið sem haldið verður helgina 5. og 6. desember 2009 í Laugardalnum.

Leikir í Meistaraflokki og 3.flokki um helgina

Skautafélagið Björninn mun brjótast norður yfir heiðar á laugardaginn og sækja okkur SA Víkinga heim með lið í Meistara og 3.flokki. Þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast í vetur og hafði SA sigur í fyrri leikjunum tveim og má því ganga að því vísu að Bjarnarmenn koma grimmir til leiksins og hægt að bóka hörku skemmtun hér í Skautahöllinni á laugardaginn kl. 17,30.. 3, flokkar félaganna munu svo eigast við að loknum meistaraflokksleiknum og verður áreiðanlega ekki minni barátta þar. Sem sagt skyldumæting í Skautahöllina á laugardaginn til að hvetja sína menn.  ÁFRAM SA .................

Breyttar æfingar og fundur

Æfingar á morgun verða breyttar/falla niður vegna hóps sem kemur á svellið milli 16 og 18. A2 og B2 mæta á fund með Helgu kl. 15:30-16:45 og A1 og B1 mæta 16:45-18:00, fundurinn verður uppi í fundarherbergi. A2 og B2 fara svo á ísinn kl. 18 og A1 og B1 kl. 18:40. Æfing hjá C1 fellur niður (verður bætt upp fyrir síðar).

Gimli Cup: Línurnar skýrast

Dramatískur endir varð á leik Garpa og Üllevål í kvöld. Skytturnar einar á toppnum fyrir lokaumferðina.

Gimli Cup - frestaðir leikir

Í kvöld fara fram tveir leikir í Gimli Cup sem frestað var úr fyrri umferðum.

Orðsending frá Evrópumótsförum

Liðið sem fer á Evrópumótið í Aberdeen eftir tæpa viku býður krullufólki og öðrum að heita á liðið eftir árangri.

Leikur SAjunior og SAsenior umfjöllun

Í gærkvöld spiluðu kvennaliðin hér á Akureyri SAjunior og SAsenior sinn annan leik á tímabilinu. Fyrri leik liðanna vann senior liðið með 5 gegn 2 en nú náði junior liðið að nýta sér það að Sarah og Anna Sonja voru fjarri góðu gamni og unnu 4 - 2 eftir framlengingu og vítakeppni.

Meistaraflokkur og 2. flokkur ATH

Vegna kvennaleiks í kvöld verður engin 2. flokks æfing en meistaraflokkur byrjar strax á eftir leik sem ætti að vera á eðlilegum æfingartíma

 

Gimli Cup: Sviptingar í toppslagnum

Skytturnar skutu sér aftur á toppinn með sigri í næstsíðustu umferðinni. Garpar enn í góðri stöðu. Gæti stefnt í hreinan úrslitaleik þessara liða í lokaumferðinni.