Myndataka !!!

Halló! Eru ekki einhverjir foreldrar sem eiga keppendur á mótinu um næstu helgi sem eiga góða myndavél og eru tilbúnir til að taka myndir fyrir okkur í stjórninni. Endilega hafið samband annagj@simnet.is eða 862-4759 eftir kl:16:30. Anna Guðrún

Aðalfundur foreldrafélags

Aðalfundur foreldrafélags verður haldinn í skautahöllinni (fundarherbergi uppi) miðvikudaginn 15. október nk. kl 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf . Búið er að manna 5 manna stjórn en ef einhverjir áhugasamir leynast meðal foreldra getum við alveg þegið 1-2 til viðbótar.

F.h. foreldrafélags listhlaupadeildar. Jóhanna K. Kristjánsdóttir.

Haustmót ÍSS

Um helgina 3.-5. október verður Haustmót ÍSS haldið og munu fjölmargir iðkendur LSA keppa. Við hvetjum alla sem áhuga hafa til að líta við í höllinni, aðgangur er ókeypis. Keppnin hefst á laugardagsmorgun kl. 8 og stendur til rúmlega 15 og á sunnudeginum frá 8 til hádegis.

Haustmót ÍSS 3.-5. október 2008

Mynni hér með á Haustmót ÍSS sem haldið verður í Skautahöllinni á Akureyri 3.-5. október 2008

Dregið verður um keppnisröð í félagsherbergi Skautafélags Akureyrar föstudaginn 3. október kl. 18:00

Frekari upplýsingar um mótið, tímatöflu og keppendalista, má sjá á heimasíðu Skautasambands Íslands www.skautasamband.is  

ath. foreldrafélagið verður með veitinga- og gjafasölu á mótinu, það verður ekki posi á staðnum og því ekki hægt að taka á móti greiðslukortum.

Morgunæfing fellur niður nk. fimmtudag!

Næsta fimmtudag 2. október fellur niður morgunæfing hjá Novice, 12 A, 10 A og 15 B vegna keppni um helgina. 15 ára og eldri B keppendur eru ekki að keppa og geta í staðinn mætt næsta fimmtudag með hinum B flokkunum.

Breyttar æfingar hjá 5. 6. og 7. hóp!

Vegna undirbúnings fyrir Haustmótið um næstu helgi verða smávægilegar breytingar á æfingum hjá 5. 6. og 7. hóp á miðvikudag og föstudag nk.
 

Gimli cup hafið

Fyrstu þrír leikirnir í Gimli cup fóru fram í kvöld.

Nýr leikmaður í röðum S.A.

Meistaraflokkur S.A. fékk enn einn turninn í vörn liðsins í dag. Sá drengur heitir Josh Gribben og er kanadískur og var að spila í Ástralíu áður en hann gekk í raðir S.A. manna. Josh er 192 cm og 95 kg og mun án efa styrkja vörn S.A. manna fyrir komandi átök í vetur.

Fyrsta StórHokkí-helgi vetrarins að baki hér á Akureyri

Um liðna helgi var í Skautahöllinni hér á Akureyri Bikarmót 4. og 5.flokks í boði SA hokkídeildarinnar. Bikarmeistarar urðu A-lið Bjarnarins (Bjö41) sem vann alla sína leiki, í öðru sæti urðu heimamenn sem unnu alla nema einn og í þriðja sæti varð annað liða SRinga (SR42). Hitt lið SR (SR41) urðu fjórðu og svo b-lið Bjarnarmanna (Bjö42) í því fimmta. Í 5.flokki eru ekki talin úrslit en þar var ekki síður tekið á en í þeim fjórða og eru þar á ferð virkilega efnilegir krakkar sem mörg hver hafa greinilega mikla ástríðu til leiksins. SA þakkar sunnan liðunum heimsóknina og fyrir skemmtilegt mót og vonum að þeir hafi átt góða ferð heim í gær. OG TAKK allir félagsmenn og velunnarar sem lögðu fram ómælda vinnu við mótahaldið, án ykkar væri þetta ekki hægt. (O:

 

Ísumsjón

Bragðarefir og Svartagengið sjá um ísinn mánudaginn 29. sept.