Audrey valin skautakona ársins!

Skautakona ársins er Audrey Freyja Clarke frá Skautafélagi Akureyrar. Hún hefur staðið sig vel í keppnum hér á landi og keppti fyrir hönd Íslands á síðasta Norðurlandamóti sem haldið var í Kaupmannahöfn. Audrey Freyja hefur lagt sitt af mörkum til íþróttarinnar því hún þjálfar byrjendur á skautum ásamt því að vera dómari á mótum skautasambandsins í yngri flokkum. Audrey Freyja er kappsfullur íþróttamaður sem leggur sig alla fram í íþrótt sinni og er auk þess mikil fyrirmynd yngri skautara í framkomu og viðhorfi til íþróttarinnar. Því er hún vel að þessum titli komin. Stjórn skautasambandsin óskar Audrey Freyju innilega til hamingu. (Tekið af heimasíðu Skautasambands Íslands)

æfingar á Gamlársdag

Á morgun 31.12.'06 er æfing frá 11-12 hjá þeim stelpum sem eru að fara suður að keppa í janúar, þ.e. A stelpur.

Æfingar á morgun!

Æfingar á morgun kl. 11-12 fyrir Interm. + Juv. og 12-13 fyrir Senior og Elite!

Jóla-Hokkí-Dagskrá

24.Des Meistarafl. á ís 12.00
27.Des 17.30-19.00 leikur 4.fl-Kvennafl. 20.00 3.fl-Oldboys
30.Des 17.30-19.00 leikur 3.fl-Kvennafl. 20.00 Meistaraflokkur æfing
31.Des 12.00 Meistaraflokkur æfing
2.Jan 19.00 Meistaraflokkur æfing
3.Jan 20.00 Leikur Kvennafl-Oldboys

Æfingar falla niður á morgun

Æfingar falla niður á morgun hjá öllum flokkum. Látið þetta berast til allra!

Einkatímar yfir jólahátíðina

Fastir einkatímar Hönnu falla niður frá og með laugardeginum 23. des og fram yfir áramótin.

(All private lessons cancelled from Saturday December 23 to after New Year)

Hanna er til í að taka þær í einkatíma sem vilja fá þá á þessum tíma, vinsamlegast hringið í Hönnu í síma: 866-4370

(Anyone who wants private lessons is to call Hanna for speciale arrangements) 

kveðja listhlaupadeild og Hanna Burnett

(regards figurskating club and Hanna Burnett)

Opinn tími

Nú erum við hjá stjórn Listhlaupadeildar kominn í jólafrí til miðvikudagsins 3. janúar 2007.

Opni tíminn byrjar líka aftur þann dag og verður kl: 16.00-16.30. Við óskum iðkendum og foreldrum

Gleðilegra jóla og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Jólakveðja

Stjórn Listhlaupadeildar

 

Einkatímar hjá Hönnu!

Skilaboð frá Hönnu: Allir þeir sem eru skráðir í einkatíma hjá Hönnu verða að hringja í hana sem fyrst. Hún vill að bæði þeir sem ætli að halda áfram að taka einkatíma hringi og þeir sem ætli að taka sér frí!!! Hún mun rukka alla tíma sem eru á töflunni hennar þó að krakkinn mæti ekki!

Jólasýning!

Ég vil þakka öllum fyrir frábæra jólasýningu í gær. Krakkarnir stóðu sig allir vel að vanda og það var gaman að sjá hversu margir mættu til að horfa á! Ég vil bara nota tækifærið til að óska öllum krökkum í 1. og 2. hópi gleðilegra jóla og ég hlakka til að sjá ykkur á nýju ári. Svo vil ég minna alla hina iðkendurna á breytta æfingatíma í jólafríinu. Jólatímatafla var afhent í gær á jólasýningunni en annars er hægt að sjá hana hér í valmyndinni til vinstri!

Frostmótið

Myndir frá Frostmótinu eru inn á síðu Pedromynda www.pedromyndir.is