Meðferðis á Haustmót 3.-5. nóvember 2006

Mæting viðskautahöllina á <föstudaginn kl: 13:15. Farið verður 13:45.

Hafa meðferðis;

Svefnpoka/rúmföt

Sundföt

Handklæði

Aukaföt

Skauta

Skautakjól

Snyrtidót (muna eftir dóti í hárið)

Vasapening að hámarki 1000.

Góða skapinu:)

Sjáumst allar hressar og kátar

Kveðja Stjórnin

Ferðir á vegum listhlaupadeildar vetur 2006-2007

Ákveðið hefur verið að hafa rútu og sameiginlega gistingu á öllum mótum vetrarins 2006-2007. Æskilegt er að allir keppendur fari saman í þessar hópferðir nema við sérstakar aðstæður sem ræddar verða sérstaklega. Deildin kemur til með að senda út tilkynningu til þeirra keppenda sem fara í hvert skipti fyrir sig u.þ.b. þrem vikum fyrir áætlað mót.

Kveðja Stjórnin.

Fréttabréf foreldrafélagsins vegna Brynjumóts

Hér er oðrsending til foreldra barna  5., 6., og 7. Flokks og einnig byrjenda.................................

Allir að mæta!

Allir eru hvattir til þess að mæta á leikinn á laugardag og styðja SA víkinganna til sigurs.  Félagsmenn eru hvattir til þess að draga fjölskyldur, vini, bekkjarfélaga, vinnufélaga og bara alla kunningja með á leikinn.  Mætum rauðklædd og reynum að lita stúkuna rauða!

Skiptimarkaður

Skiptimarkaður,,,,,,Nú er komið að því, við ætlum að vera með skiptimarkað

Nýr leikmaður í raðir SA

Skautafélagi Akureyri hefur nú borist liðsstyrkur fyrir komandi átök.  Ungur Tékki, búsettur hér á Akureyri rak óvænt á fjörur félagins á dögunum og var honum umsvifalaust troðið í skauta og rétt kylfa í hönd.  Kappinn starfar í byggingariðnaði og heitir Tomas Fiala og er 23 ára gamall.   Hann hefur reyndar ekki spilað hokkí í rúmt ár en spilaði síðast í 2. deild í Tékklandi.  Hann virðist engu að síður vera liðtækur á ísnum og mun væntanlega styrkja sóknina í vetur.

keppnisferðir

Á fundinum í kvöld var m.a. rætt um keppnisgjöld  á mótum og að hver keppandi greiði sitt keppnisjald sjálfur. Þetta hefur tíðkast í Reykjavík í nokkurn tíma. Keppnisgjald er 2000 krónur fyrir hvern skautara með 1 dans og 3000 krónur fyrir 2 dansa (þ.e. novice og junior). Hægt er að leggja inn á reikning 162-05-268545 í Landsbankanum og tilgreinið kennitölu keppanda. Kennitala Listhlaupadeildar er 510200-3060. Nánari upplýsingar í síma 849-2468 eftir kl. 16:00.

Fundur 31.10.2006

Foreldrar iðkenda sem keppa fyrir hönd Listhlaupadeildar takið eftir:
Hér með er boðað til fundar þriðjudagskvöldið 31. október kl. 20:00 í Skautahöllinni.
Rætt verður m.a. um mót vetrarins og keppnisferðir.
Áríðandi að mæta.

Stjórnin

3. og 4.fl. spila við OldBoys í kvöld kl. 21,00

Í kvöld kl. 21,00 verður leikur á milli ellinnar og æskunnar í Skautahöllinni. 3.flokkur, 4.flokkur og 3 STRÁKAR ÚR 5.FLOKKI, ÞEIR SIGGI, INGÞÓR OG BIRKIR spila við stóru strákana í OldBoys.                       Kveðja  Denni.

SA - Bethlehem Wicked 3 - 1

SA stelpur unn leikinn sinn í dag gegn Bethlehem Wicked 3 -1 og enduðu í 3. sæti á mótinu af 6.