Sumar!!

Já sumarið er víst komið og þá er um að gera að skella sér í línuskautana. Eitthvað munu frétta tilkynningar hérna hægast á sér, en við reynum að henda einhverju hérna inn svona við og við. GLEÐILEGT SUMAR!!!!!

Aðalfundur SA

Aðalfundur SA: Kona í fyrsta sinn formaður Skautafélagsins

Þau tíðindi urðu á aðalfundi Skautafélagsins í kvöld að Þórdís Ingvadóttir var kjörin formaður aðalstjórnar og er hún fyrsta konan sem kjörin er í það embætti.

Aðalfundur

Aðalfundur
Skautafélags Akureyrar
verður haldinn í Skautahöllinni fimmtudaginn 26. maí kl. 20:00.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál. Kaffiveitingar.

Skautafélag Akureyrar hvetur alla sem vettlingi geta valdið, jafnt krullufólk, listhlaupsfólk og hokkífólk, til að mæta á aðalfund SA, en fundurinn er jafnframt aðalfundur hverrar deildar fyrir sig. Meðal annars verður kosið í stjórnir félagsins og allra deilda þess. Höldum lífi í félaginu og stuðlum að öflugri starfsemi á komandi árum. Mætum á aðalfund!

Uppskeruhátíðin á fiðlaranum

Eins og margoft  hefur komið fram hér á sasport.is var sameiginleg árs- og uppskeruhátíð SA og Narfa haldin á Fiðlaranum laugardagskvöldið 21. maí. Maturinn hjá Helga var frábær, góð skemmtiatriði frá Ella og Co. og "Fíllin" stóð líka fyrir sínu. Á hátíðinni voru veittar viðurkenningar í meistaraflokkum karla og kvenna ásamt 2. flokki drengja.

Árshátíð i kvöld

Jæja lesendur góðir. Í kvöld eru herlegheitin. Fyrsta sameiginlega árs- og uppskeruhátíð SA og Narfa. Narfarnir ríða á vaðið sem gestgjafar.

Nú koma allir sem vettlingi geta valdið. Leikmenn, frændur frænkur, foreldrar, forráðamenn og stuðningsmenn SA og Narfa. 

Vorþing IIHF

Þá eru fulltrúar ÍHÍ komnir heim af vorþingi IIHF sem haldið var í Austuríki samhliða Heimsmeistarakeppninni. Væntanlega verða fréttir af þinginu á  heimasíðu ÍHÍ á næstu dögum en þó hefur lekið út að ÍHÍ fékk Heimsmeistarakeppnina í 3. deild karla að ári og verður hún líklega í apríl mánuði! Þetta eru frábærar fréttir en eins og menn muna vorum við gestgjafar bæði árið 2000 og svo aftur 2004.

Tékkar og Kanadamenn í úrslit!!!

þá er það ljóst hverjir keppa um gullið en það verða Kanadamenn og Tékkar.   Rússar kepptu um bronsið við Svía, og hreinlega slátruðu svíunum. 6-3.

Úrslitaleikurinn milli KANADA og TÉKKLANDS, verður síðan sýndur  í Sjónvarpinu(RÚV), kl. 24:00 í kvöld (upptaka). Við mælum með að hokkí unnendur horfi á þennan leik. Því öll vitum við að ekki er sýnt hokki í sjónvarpinu á hverjum degi......eða ári.  

Íshokkí í sjónvarpinu!

Minnum á að í dag eru sýndir undanúrslita-leikirnir frá HM 2005 í Austurríki, annarsvegar núna kl. 14:00 og svo skömmu fyrir kl. 01:00 í nótt!

HM 2005 í Austurríki

Kanadanir, Rússar, Svíar og Tékkar í undanúrslit

ÁRSHÁTÍÐ!!!!!!!!!!

ÁRSHÁTÍÐ OG EVROVISJÓN PARTY NARFA OG SKAUTAFÉLAGS AKUREYRAR!!
Árshátíðin verður haldin á Fiðlaranum 4. hæð laugardaginn 21.maí. Húsið opnar kl 19:45 og mun matur hefjast kl 20:30. Evrovisjón verður sýnt á breiðtjaldi, einnig munu feðgarnir Jónsteinn og Elvar sjá um að skemmta fólki. FÍLLINN fyndnasti maður íslands kemur og verður með smá uppistand. Við hvetjum alla að mæta og sletta ærlega úr klaufunum. Miðaverð er kr.3500 á kjaft. Miðapantanir eru í síma 461-3222 hjá Helga og svo hjá Hédda 893-2282. Allir að MÆÆÆÆÆÆÆTAAAAAAAAA!!!!!!!!!!!EINNIG VERÐA VERÐLAUN VEITT TIL LEYKMANNA