Fjör í Höllinni í kvöld og annaðkvöld

Í kvöld kl. 22.00 mætast í 2.flokki lið SA og SR og hægt er að lofa hörkuleik því annarsflokks leikirnir eru sko alls ekkert "annarsflokks" heldur er þar oft mikill hraði og leikgleði í fyrirrúmi svo nú er skorað á alla að mæta og hvetja sitt lið.  Annaðkvöld er svo leikur í kvennaflokki á milli SAsenior og Bjarnarins kl. 17.30 en það fyrrnefnda laut í gras fyrir því síðarnefnda um síðustu helgi Í Egilshöll svo víst er að hart verður barist til að jafna metin, sem sagt skyldumæting fyrir alla.   ÁFRAM SA .............

Nike bauer æfingagallar og TPS vetrarflíkur!

Vegna fjölda fyrirspurna þá ætlum við að framlengja mátun á göllum og útifatnaði.
Því bjóðum við  fólki stóru og smáu að panta galla hjá okkur núna á sunnudag og aftur á þriðjudag.
Við verðum í fundarherbergi Skautahallarinnar sunnudaginn 8 nóv frá kl 11-12:30 og síðan á þriðjudaginn 10 nóv frá kl 17-19
gallar_120 stærri mynd #

"Fire on Ice" - krullukonur á dagatali

Söfnunarátak fyrir konur í krullu, dagatal gefið út með listrænum myndum af þekktum krullukonum.

PAPPÍRS PENINGUR

Halló þeir sem fengu pappír í október endilega skilið til mín peningum sem fyrst eða fyrir 12 nóvember.

kv. Allý

3-4-5 flokku breyting á laugardag 7 nóv

Breyttur æfingartími núna á laugardaginn 7 nóv. Það verður spilað á þessum æfingum og því er mjög mikilvægt að allir mæti ! 
5 flokkur mætir á æfingu frá 11:10-12:00
3 og 4 flokkur mæta á æfingu frá 12:00-12:50 

Opinn tími á föstudag fyrir keppendur

Á föstudaginn nk. verður opinn tími fyrir þá sem fara á Bikarmótið fyrir sunnan, hægt verður að koma og skauta milli 11:30 og 12:45 eða þar til rútan leggur af stað suður. Diskur með lögum allra keppenda verður í tækinu í tónlistarboxinu hjá búningsklefunum og geta allir fengið að renna í gegnum dansana sína ef þeir vilja.

Gimli Cup: Garpar og Skyttur taka forystu

Önnur umferð Gimli Cup fór fram í kvöld. Tvö lið með fullt hús. Einum leik frestað.

Breyttar æfingar næstu daga vegna fjarveru þjálfara og Bikarmóts

Um helgina verður haldið Bikarmót í Egilshöll í Reykjavík fyrir A og B keppendur. Bæði verður stór hluti iðkenda fjarverandi sem og þjálfarar. Af þeim orsökum verðum við að breyta æfingum og/eða fella niður. Nánari upplýsingar undir "lesa meira".

Gimli Cup - 2. umferð

Önnur umferð Gimli Cup fer fram í kvöld kl. 21-23.

20 ára afmæli listhlaups sem keppnisíþróttar

Það var þann 25. nóvember árið 1989 sem Skautafélag Akureyrar stóð fyrir fyrstu keppninni í listhlaupi hér á landi.  Það sama ár hafði listhlaupadeild verið í fyrsta skiptið úthlutað einum föstum æfingatíma á viku fyrir tilstuðlan nýs formanns deildarinnar Drífu Björk Dalmannsdóttur.  Það var þó ekki fyrr en 3 árum síðar, árið 1992, sem fyrsta Íslandsmótið var haldið en það fór fram á hinu nýja vélfrysta útisvelli í Laugardalnum í Reykjavík.

Saga listhlaupsins er þó miklu eldri hér á landi en hana má rekja allt aftur til þriðja áratugarins þegar fór menn tóku að leika ýmsar kúnstir á skautum á pollinum og leirunum.  Fremstur í flokki, að öðrum ólöstuðum, var Ágúst Ásgrímsson sem sjá má á meðfylgjandi mynd.  Gústi var einn af stofnendum félagsins árið 1937 og er hann fyrirmyndin á merki félagins okkar.