Dagarnir 4. - 6. desember

Vegna íslandsmeista- og aðventumóts um næstu helgi verða bæði margir skautarar og þjálfarar fjarverandi. Af þeim orsökum verða breyttar æfingar.

Einstaklingsmót í desember

Í desember brjótum við upp liðin til gamans og spilum einstaklingskeppni.

Símanúmer fararstjóra

Rangt símanúmer á heimasíðu, símanúmer listhlaupadeildar sem fararstjórar hafa í suðurferðinni er 848-1013

kv. Allý

Æfingar á morgun miðvikudaginn 2. desember

Vegna undirbúnings fyrir Íslandsmeistara- og Aðventumót ÍSS um næstu helgi verða æfingar á morgun örlítið breyttar.

Símanúmer fararstjóra

Símanúmer fararstjóra eru

Anna María 863 1696

Guðlaug 862 3279

Allý 895 5804

Sími sem Listhlaupadeildin á fylgir líka fararstjórum númerið þar er 848 1013

Stjórn foreldrafélagsins

Gimli Cup: Skytturnar sigruðu

Skytturnar lögðu Garpa að velli í lokaumferð Gimli Cup og tryggðu sér sigur í mótinu. Mammútar náðu öðru sæti, Garpar þriðja.

Ferð á Aðventu- Íslandsmót í Rvík 4.-6.des

 Kæru foreldrar/forráðamenn

Þá liggur fyrir sú ákvörðun að halda okkur við hópferð í keppnisferð 4.-6.des.

Ferð A og B keppenda til Reykjavíkur á Íslandsmeistaramót/aðventumót.

 Farið verður frá Skautahöllinni föstudaginn 4.desember kl. 13.00 (mæting 12:30). Áætlað er að leggja af stað frá Reykjavík um kl. 14.00 sunnudaginn 6.desember og verður komutími til Akureyrar auglýstur á heimasíðunni (www.sasport.is/skautar).

 Það verður gist tvær nætur á farfuglaheimilinu í Laugardal sem er í stuttu göngufæri frá skautahöllinni í Laugardal þar sem keppt verður.

 Ferðin kostar 12.300 kr og leggja á þann pening inn á reikning nr. 1145-26-3770,

kt: 510200-3060 á morgun 1. desember. Senda á kvittun fyrir greiðslunni á didda @samvirkni.is.

 Það sem þið þurfið að hafa með ykkur:

  • Hollt og gott nesti til að borða á leiðinni til Reykjavíkur.
  • Sæng eða svefnpoka og handklæði. Það eru koddar og lök á staðnum.
  • Hámark 1500 kr. til að kaupa eitthvað á leiðinni til Akureyrar á sunnudaginn (afhendist fararstjóra í upphafi ferðar).

 Þegar komið verður til Reykavíkur á föstudagskvöld fáið þið eitthvað að borða og foreldrafélagið mun sjá um að gefa ykkur hollt og gott að borða á meðan þið dveljið í Reykjavík. Leyfilegt er að hafa GSM síma með (ekki mælt með því), en mælst er til að notkun þeirra sé í algjöru lágmarki.

Áður en lagt verður af stað til Akureyrar verður komið við á Metro og þar verða keyptir hamborgarar svo allir verði saddir og sælir á leiðinni heim.

 Fararstjórar eru: Anna María, Guðlaug og Allý. Símanúmerin þeirra verða birt á heimasíðunni eða sent til ykkar í pósti.

 Muna svo eftir góða skapinu.

 Góða ferð og gangi ykkur vel

Stjórn foreldrafélagsins.

Gimli Cup - lokaumferð

Sjöunda og síðasta umferðin í Gimli Cup verður leikin í kvöld kl. 20-22.

Ferð á Aðventu- Íslandsmót í Rvík 4.-6.des

Síðasta útkall!!!

Þar sem ekki eru komnir fararstjórar fyrir keppnisferð til Rvíkur 4.-6.des. sjáum við framá að þurfa að aflýsa hópferð ef enginn býður sig fram fyrir mánudag 30.nóv. Ef svo fer að enginn bjóði sig fram verða foreldrar sjálfir að sjá um að þeirra barn komist í keppni. 

Ef einhverjir eru tilbúnir að fara, vinsamlegast sendið tölvupóst til Bryndísar dis@akmennt.is fyrir morgundaginn 30.nóv. Ekki verður auglýst frekar eftir fararstjórum.

Stjórn foreldrafélagsins.

Myndir úr leik SA - Björninn

Þá eru komnar nokkrar myndir úr leiknum frá því í gær 28.11. Bara smella hér.