Árni Grétar Krullumaður ársins 2018

Árni Grétar Krullumaður ársins 2018 Árni Grétar Árnason var valinn krullumaður ársins.

Fréttir

Árni hefur frá því að hann hóf að spila krullu árið 2006, náð mjög góðum tökum á íþróttinni og er nú í fremstu röð krullufólks, tæknilega nákvæmur og útsjónarsamur. Árni hefur gegnum tíðina verið máttarstólpi í liði Garpa sem hafa unnið marga titla á undanförnum árum m.a. Íslandsmeistaratitil árin 2015, 2017 og 2018.  Einnig hefur Árni tekið þátt í Evrópumótum á vegum Alþjóða Krullusambandsins WCF.   Árni er einn af þeim sem ávallt er reiðubúin til starfa fyrir félagið og vinnur störf sín af  fórnfýsi og samviskusemi.     Þetta er í fyrsta sinn sem Árni hlýtur þann heiður að vera valinn krullumaður ársins og er hann vel að titlinum kominn.

Krulludeild Skautafélags Akureyrar óskar Árna Grétari innilega til hamingju með titilinn.


Engar umræður fundust fyrir þessa frétt.

Skrifa athugasemd
captcha

Póstlisti krullufrétta

Fyrirspurn

captcha