Ný stjórn íshokkídeildar

Aðalfundur hokkídeildar var haldin í vikunni þar sem kosin var ný stjórn. Ólöf Björk Sigurðardóttir er áfram formaður stjórnarinnar og fer inn í sitt 20. tímabil sem formaður íshokkídeildar. Auk Ólafar voru kosin í stjórn þau Anna Sonja Ágústsdóttir, Elísabet Ásgrímsdóttir, Ari Gunnar Ólafsson, Benjamín Davíðsson, Ólafur Þorgrímsson, Eiríkur Þórðarson og Sæmundur Leifsson.

SA Jötnar Íslandsmeistarar U16

SA Jötnar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í U16 um helgina þegar úrslitahelgin fór fram. Mikil spenna var fyrir helgina þar sem aðeins þremur stigum munaði á milli Jötna og Víkinga en SA Víkingar unnu báða sína leiki gegn SR og tryggðu sér titilinn en SA Víkingar voru í öðru sæti, SR í þriðja og Fjölnir í fjórða.

Aðalfundur Skautafélags Akureyrar

Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar miðvikudaginn 10. maí kl. 20.00 í fundarherbergi ÍBA í íþróttahöllinni. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.

Aðalfundur íshokkídeildar

Aðalfundur Íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar verður haldinn þriðjudaginn 9. maí kl. 18:00 í fundarherbergi ÍBA í íþróttahöllinni.

AÐALFUNDUR KRULLUDEILDAR

Máunudaginn 8. maí kl. 18:30

Aðalfundur Listhlaupadeildar

Aðalfundur Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar verður haldinn mánudaginn 8. maí kl. 20:00 í fundarherbergi ÍBA í Íþróttahöllinni.

SA Íslandsmeistarar í U14

SA liðin tryggðu sér báða Íslandsmeistaratitlana í síðasta helgarmóti U14 sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri um nýliðna helgi. SA Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í flokki A-liða og urðu SA Jötnar í öðru sæti. SA Garpar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í flokki B-liða. Við óskum þeim öllum til hamingju með titlana og árangurinn í vetur.

Íslenska karlaliðið í íshokkí hefur leik á HM á morgun

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí hefur leik á Heimsmeistaramótinu í II deild A á morgun. Ísland er nú að taka þátt í deildinni í fyrsta sinn síðan 2018 en liðið vann B deildinna á heimavelli á síðasta ári. Mótið fer fram í Pista De Hielo Skautahöllinni í Madríd á Spáni en auk Íslands eru í riðlinum heimaliðið Spánn, Ástralía, Króatía, Ísrael og Georgía. Ísland mætir Georgíu í fyrsta leik mótsins sem fer fram á morgun kl. 10:30 á íslenskum tíma.

Krílanámskeið í íshokkí og listhlaupi

Krílanámskeið í íshokkí og listhlaupi fyrir börn fædd 2016-2019 verður haldið út apríl á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:15-17:00. Verð er 5.000 kr og allur búnaður innifalinn. Skráning í gegnum sportabler.

ALDÍS KARA BERGSDÓTTIR HLÝTUR SILFURMERKI ÍSS

Stjórn Skautasambands Íslands veitir Heiðursmerki ÍSS til þeirra sem starfa og iðka innan skautahreyfingarinnar.