Níu frá SA á Sportland Trophy í Búdapest

Níu stúlkur frá listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar eru nú í Búdapest þar sem þær taka þátt í Sportland Trophy listhlaupsmótinu sem fram fer dagana 4.-9. mars.

Upptökur frá leikjum aðgengilegar á ishokki.tv

Reynir Sigurðsson hefur undanfarna mánuði lagt mikla vinnu í upptökur og útsendingar úr Skautahöllinni á Akureyri, stundum við misjafnar undirtektir. Upptökur frá leikjum helgarinnar eru nú komnar á netið.

Íslandsmótið í krullu: Garpar deildarmeistarar

Deildarkeppni Íslandsmótsins í krullu lauk í kvöld. Garpar kláruðu deildina með fullu húsi og mæta Mammútum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Ice Hunt og Freyjur einnig í úrslitin.

Íslandsmótið í íshokkí: Fyrsti úrslitaleikur í kvennaflokki

Fimmtudaginn 6. mars fer lið SA suður og mætir deildarmeisturum Bjarnarins í fyrsta leik úrslitakeppni Íslandsmóts kvenna í íshokkí 2014. Leikurinn fer fram í Egilshöllinni og hefst kl. 19.30.

Íslandsmótið í krullu: Lokaumferð deildarkeppninnar í kvöld

Þrjú lið eiga möguleika á að hampa deildarmeistaratitli Íslandsmótsins í krullu, en lokaumferð keppninnar fer fram í kvöld.

Deildarmeistaratitillinn til Bjarnarins

SA og Björninn mættust í lokaleik deildarkeppni Íslandsmótsins í íshokkí kvenna í kvöld. SA þurfti að vinna með átta marka mun til að ná efsta sætinu, en niðurstaðan varð allt önnur.

Víkingar endurheimtu efsta sætið

Víkingar sigruðu Björninn, 6-3, í dag og náðu tveggja stiga forskoti á toppi deildarinnar. Þeir eiga tvo leiki eftir, en Björninn einn.

Emilía Rós í 14. sæti á NM

SA-stelpurnar þrjár hafa lokið keppni á Norðurlandamótinu í listhlaupi. Emilía Rós Ómarsdóttir endaði í 14. sæti í Advanced Novice, Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir í 19. sæti og Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir í 19. sæti í unglingaflokki.

Tveir mikilvægir hokkíleikir í dag

Víkingar mæta Birninum í karlaflokki kl. 16.30 í dag og SA mætir Birninum í kvennaflokki um kl. 19. Báðir leikirnir skipta gríðarlegu máli upp á framhaldið, titla og oddaleiki í úrslitakeppninni. Vegna leikjanna er styttur almenningstími í dag, opið kl. 13-16.