Íslandsmótið í krullu: Garpar deildarmeistarar

Mynd: Ásgrímur Ágústsson (2013)
Mynd: Ásgrímur Ágústsson (2013)


Deildarkeppni Íslandsmótsins í krullu lauk í kvöld. Garpar kláruðu deildina með fullu húsi og mæta Mammútum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Ice Hunt og Freyjur einnig í úrslitin.

Garpar mættu Ice Hunt í kvöld og skoruðu sex stig strax í fyrstu umferðinni. En Fimm umferðum síðar lentu þeir engu að síður undir, því Ice Hunt saxaði smátt og smátt á forskotið og komst í 7-6. Þá náðu Garpar loks að skora aftur, unnu tvær síðustu umferðirnar og þar með leikinn. Garpar fóru því ósigraðir í gegnum deildarkeppnina og eru deildarmeistarar.

Í hinum leiknum mættust Mammútar og Víkingar í jöfnum leik. Víkingar unnu fimm umferðir af átta, en skoruðu aðeins eitt stig í þeim öllum. Mammútar unnu þrjár umferðir og skoruðu tvö stig í hverri þeirra. Úrslitin því 6-5 Mammútum í vil.

Úrslit kvölsdins:
Víkingar - Garpar 5-6
Ice Hunt - Garpar 7-10

Lokastaðan:

Röð  Lið  Sigrar Töp   
1.  Garpar  4 0
2.  Mammútar  3 1
3.  Ice Hunt 2 2
4.  Freyjur 1 3
5.  Víkingar 0 4


Öll úrslit (excel-skjal)

Í úrslitakeppninni mætast því Garpar og Mammútar annars vegar (1v2) og Ice Hunt og Freyjur hins vegar (3v4).