Öruggur sigur á SR, en ekki auðveldur

Víkingar sigruðu SR-inga í mfl. karla á Íslandsmótinu í íshokkí í kvöld, 4-1. Víkingar eru einu stigi á eftir Birninum eftir 11 leiki.

Íþróttamaður Akureyrar 2013, opin samkoma

Íþróttabandalag Akureyrar og Íþróttaráð Akureyrar bjóða bæjarbúum til verðlaunahófs í Hofi miðvikudaginn 22. janúar. Hápunktur hátíðarinnar er þegar kunngjört verður val á íþróttamanni Akureyrar 2013. Jafnframt verða afhentar heiðursviðurkenningar íþróttaráðs og viðurkenningar og/eða styrkir til þeirra íþróttafélaga sem áttu Íslandsmeistara og/eða landsliðsfólk á árinu 2013.

Ingvar Þór Jónsson er íþróttamaður SA 2013

Stjórn Skautafélags Akureyrar hefur valið Ingvar Þór Jónsson íþróttamann félagsins árið 2013. Ingvar verður því einn af þeim sautján sem til greina koma við val á íþróttamanni Akureyrar. Afhending viðurkenninga til íþróttamanns SA og íþróttamanna deildanna verður auglýst síðar.

Víkingar - SR

Í kvöld mætast Víkingar og SR á Íslandsmótinu í íshokkí. Leikurinn fer fram í Skautahöllinni á Akureyri og hefst hefst kl. 19.30.

Þrír frá SA með U-20 til Spánar

Skautafélag Akureyrar á þrjá fulltrúa í landsliði Íslands skipuðum leikmönnum 20 ára og yngri sem tekur þátt í HM, II. deild, b-riðli, á Spáni. Liðið hélt út í morgun, fyrsti leikur á laugardag.

Jötnar sigruðu og fóru upp fyrir Húna

Tveir "gamlir" SA-menn, Jón Benedikt Gíslason og Hafþór Andri Sigrúnarson, eru komnir heim og spiluðu fyrir Jötna í kvöld. Jón skoraði þrennu í 7-5 sigri liðsins á Húnum.

Jötnar og Húnar mætast í kvöld

Í kvöld, þriðjudagskvöldið 7. janúar, mætast Jötnar og Húnar á Íslandsmótinu í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri. Leikurinn hefst kl. 19.30.

Á svellið stelpur!

Mánudagana 6. og 13. janúar ætlar Krulludeild Skautafélags Akureyrar að standa fyrir sérstöku átaki til að fjölga konum í íþróttinni.

Breytt gjaldskrá og ýmis tilboð

Ekki er lengur frítt fyrir iðkendur innan félagsins í almenningstíma á virkum dögum. Á móti lækkar verð á 10 tíma korti fyrir iðkendur.