Meiri landsliðsfréttir af vef ÍHÍ

12.01.2005
Ísland valtaði yfir Búlgaríu.

Búlgarar sáu ekki til sólar í leik sínum á móti Víkinga-landsliði Íslands.
Leikurinn fór 8 - 1 fyrir okkar mönnum sem léku einsog hershöfðingjar allan leikinn.
Nokkrir af okkar yngri leikmönnum létu finna verulega fyrir sér og skoruðu þeir Sindri Már, Steinar Páll og Guðmundur Guðmundsson sín fyrstu landsliðsmörk. Ekki má gleyma frumraun Arons Leví Stefánssonar sem landsliðsmarkmaður og stóð hann sig sérstaklega vel og varði, á stundum, hreint ótrúlega með sínum sérstaka stíl og hélt liðinu inni í leiknum þegar við vorum að spila manni, og stundum tveimur ,manni undir.

Næstu leikir verða nokkuð erfiðir þar sem S-Afríka, Nýja Sjáland og Mexíkó er með gríðarlega sterk lið og verður það nokkur átök að spila við þau. Andinn í liðinu er sérstaklega góður og hefur liðsheild og samvinna verið einkenni liðsins. Á morgun er áætlað að fara í skoðunarferð um nágreni Mexíkó þar sem skoðaðir verða nokkrir pýramídar í grend við borgina.

Einsog áður .... fyrir þá sem vilja hafa samband við strákana þá er hægt að senda tölvupóst á helgi@linuskautar.is og þeim verður komið til skila.

Leikir!!

Um næstu helgi eru leikir í kvennaflokik og 3 fl. á Akureyri
15.01.2004 kl 18:00 Mfl. KVK SA-Björninn
15.01.2004 kl 20:00 3fl. SA-Björninn

Viku síðar er leikur í Laugardal milli SR og Narfa í Mfl. Nánar um það síðar.

Landsliðsfréttir frá heimasíðu ÍHÍ

11.01.2005
Ísland 7 Tyrkland 2

Jæja gott fólk túrinn byrjar vel okkar drengir spiluðu eins og englar og hefndu fyrir Tyrkjaránið forðum daga með stæl. Nokkuð stress var í fyrsta leikhluta og það tók okkar menn nokkurn tíma að komast á sitt skrið. Það var frábært að horfa á liðið í kvöld hjá þeim var leikgleðin og liðsheildin í fyrirrúmi. Fyrsti leikhluti fór 1-0 fyrir okkur og kom markið aðeins nokkrum sekúndum áður en leikhlutinn var búinn. Í öðrum hluta tókum við Tyrkina með trompi og skorðuðum 4 mörk gegn einu, þriðja hluta tókum við síðan 2-1 og unnum sannfærandi sigur 7-2. Gauti Þormóðsson var valin besti maður Íslands eftir leikinn og skoraði hann 3 af 7 mörum liðsins, hin mörkin skoruðu Patrik Eriksson 2 Daníel Eriksson 1 og Þorsteinn Björnsson 1. Allir liðsmenn stóðu sig vel og sérstaklega varnarmennirnir sem að söltuðu Tyrkina og sáu þeir ekki til sólar og fundu enga leið í gegnum þétta vörn okkar. Á morgun eigum við Búlgara og ef að við spilum eins vel og í dag ættu þeir að liggja líka. Það voru nokkrir af ungu leikmönnunum sem að voru að spila sérlega vel í dag, þeir Magnús Felix, Gunnar Guðmundsson og Þorsteinn Björnsson þó að þeir séu hér nefndir sérstaklega voru heilt yfir allir leikmenn liðsins að spila mjög vel.
Aðstæður hér í Mexíkó eru ekki góðar svellið er hörmung og er það mál manna að Tjörninn á sumardegi sé betri, en meira um það síðar. Continental airways voru okkur erfiðir því að 11 töskur urðu eftir í Houston og í dag 2 dögum síðar eru bara 3 af þeim búnar að skila sér. En við Víkingarnir erum ekki á þeim buxunum að gefast upp, við fengum lánaðan útbúnað frá Mexíköniunum og það sem upp á vantaði var bara keypt. Góðar baráttukveðjur til allra heima, Áfram Ísland.......

U20 fréttir

Hér hafið þið herbergisskipan einsog hún er í Mexico.

Herbnr. Nafn
413 Viðar Garðarsson
415 Owe Holmeberg
339 Helgi Páll Þórisson
401 Sigurjón Sigurðsson
408 Magnús Sigurbjörnsson
410 Gauti Arnþórsson
409 Guðmundur Hjálmarsson

414 Patrik Eriksson - Daniel Eriksson
416 Gunnar Guðmundsson - Þorsteinn Björnsson
417 Gauti Þormóðsson - Jón Ingi Hallgrimsson
419 Þórhallur Viðarsson - Birkir Árnason
421 Ómar Skúlason - Kári Valson
423 Steinar Veigarsson - Guðmundur Guðmundsson
424 Aron Leví Stefánsson - Elmar Magnússon
425 Úlfar Andrésson - Einar Valentine
426 Magnús Tryggvason - Sindri Björnsson
427 Sandri Gylfason - Vilhelm Bjarnason

U20

Strákarnir eru nú staddir í mexico city!! Fréttir herma að íslensk símakort virka ekki þar og því er verið að redda. Strákarnir spila við Tyrkland kl 23:00 að íslenskum tíma eða 17:00 í Mexico. Fréttir af leiknum koma svo seinna.

Leikir U20

Hér getið þið séð leikina hjá strákunum

.http://www.iihf.com/hockey/tournam/tournaments.htm#

U20 vs pressuliðið

U20 spilaði æfinga leik við pressulið í gærkvöld. Ekki er vitað að svo stöddu hvernig hann fór en fréttir af honum koma seinna. Þjálfari pressuliðssins var sergei zak, en hjá U20 er það owe holmstrom og helgi páll.

Æfingar hefjast aftur í dag

Við minnum á að æfingar hefjast aftur í dag samkvæmt æfingatöflu.

kv........Stjórnin

Skautakona ársins 2004

Audrey Freyja Clarke var valin skautakona ársins 2004 og óskum við henni til hamingju með það.