Jötnar ferðast ekki í dag

SA - Jötnar munu ekki leggja í ferð til Reykjavíkur í dag vegna veðurs og veðurútlits. Stormviðvörun er í gangi fyrir vesturland og vindhraði undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi hefur verið um og yfir 20m/s og hviður upp undir 40m/s frá kl. 9 í morgun og veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir veður frekar versna er líður á daginn og fyrrihluta nætur. Stjórnin.

Ostrava 2011

Þeir A og B keppendur sem huga að fara til Ostrava 2011 þurfa að skrá sig á artkt@internet.is fyrir 20 nóvember. Skipulagning og fjáröflun er að hefjast fyrir ferðina og nauðsýnlegt að allir þeir sem hafa áhuga skrái sig til að hægt sé að hefjast við fjáraflanir. Skráning núna er ekki bindandi en lokaskráning og staðfesting verður þegar bóka þarf flug. c.a mars.

Gimli Cup: Litið um öxl

Gimli Cup hófst í gær, 1. nóvember og er þetta í tíunda sinn sem keppt er um Gimli-bikarinn. Krullufréttaritari hefur rýnt í úrslit fyrri ára og tekið saman smá tölfræði um sigurvegara og verðlaunahafa.

Gimli Cup: Úrslit fyrstu umferðar

Garpar, Víkingar og Fálkar unnu leiki fyrstu umferðar.

Stelpuhokkídagurinn, góð mæting og mikil gleði

Fyrsti stelpuhokkídagurinn vel heppnaður   Stelpur á öllum aldri fjölmenntu í Skautahöllina á laugardaginn og skemmtu sér saman á svellinu. Stelpurnar okkar tóku vel á móti nýliðum og þær voru leiddar inn í hinn spennandi heim íshokkís. Vonandi sjáum við sem flestar af þeim koma á byrjendaæfingar.  Kærar þakkir til allra sem lögðu hönd á plóginn til að gera þennan dag ánægjulegan. Hér má svo skoða flreiri myndir.

Bikarmót ÍSS verður haldið um næstu helgi laugardaginn 6.  og sunnudaginn 7. nóvember hér í Skautahöllinni á Akureyri. Drög að dagskrá er að finna hér

Úrslit á Frostmóti Listhlaupadeildar SA 2010

 

Nú er lokið fyrsta innanfélagsmóti vetrarins og stóðu stelpurnar okkar sig allar með stakri prýði.

Æfingar mánudag 01.11.10 hjá A og B

Æfingar A og B hópa mánudaginn 1 nóv eru:

 

  A-hópur B-hópur 
 Upphitun 14.35-14.55 15.20-15.40 
 Ís 15.00-15.45 15.45-16.30 
 ÍS 17.20-18.10 18.20-19.05 

Nota tíman á milli ístíma til að teygja og teygja aðeins eftir seinni ístímann líka!!!!!

 

Gimli Cup: Fyrsta umferð á mánudag - ýmislegt til upplýsingar

Fyrsta umferð Gimli Cup fer fram mánudagskvöldið 1. nóvember. Liðsstjórar og leikmenn eru hvattir til að kynna sér vel upplýsingar um mótið og breytingar á reglum.

Mótanefnd Krulludeildar

Skipuð hefur verið Mótanefnd Krulludeildar.