Liðsskipan SA á Brynjumótinu

Smelltu á lesa meira til að skoða liðsskipanina.

Rétt svör leikmannaprófa

Hér er hægt að finna réttu svörin við leikregluprófunum.

Veski fannst

Lítið veski fannst í skautahöllinni eftir hrekkjavökuæfinguna. Þeir sem gætu hafa týnt henni geta haft samband við Allý í s:895-5804

Hrekkjavökuæfing hjá 1. og 2. hóp

Kæru iðkendur og foreldrar/forráðamenn!

Miðvikudaginn 5. nóvember ætlum við að gera okkur glaðan dag. Það verður þemadagur á ísnum hjá 1. og 2. hóp í tilefni hrekkjavökunnar. Við viljum bjóða foreldrum/forráðamönnum á æfingu með börnunum og að sjálfsögðu væri gaman að sjá sem flesta í búningum ☺
Hægt er að fá lánaða skauta og hjálma ókeypis í höllinni. Að æfingu lokinni mun foreldrafélagið bjóða iðkendum upp á pizzu og djús en foreldrar geta keypt pizzu og djús á kr. 300.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Kær kveðja,
þjálfarar, stjórn og foreldrafélag

Akureyrarmótið hafið

Fyrsta umferðin í Akureyrarmótinu var spiluð í kvöld.

Brynjumót um næstu helgi hér á Akureyri

Laugardaginn 8. nóv. er komið að hinu árlega Brynjumóti hér á Akureyri. Brynjumótið er eins og flestir vita mót yngstu iðkendanna í íshokkí og því fylgir alltaf mikil gleði og ákefð. Dagskrá mótsins er öðruvísi en fyrr, að því leiti að 5.fl. hefur verið færður í mót með 4.fl. þar sem keppendafjöldi var að vaxa okkur yfir höfuð, en þeir voru orðnir um 150. Það eru því 6. og 7.flokkur sem keppa á þessum yngstu flokka mótum í vetur. Dagskrá Brynjumótsins má skoða hér, og eins er tengill í valmyndinni hér til vinstri. Á sunnudeginum verða svo engar æfingar fyrir þá sem voru að keppa á laugardeginum þ.e. 6. 7. og byrjendaflokki.

SA stelpur sigra aftur

Í gærkvöldi spiluðu SA og Björninn í kvennaflokki en um var að ræða seinni leik af tveimur þessa helgina.  Það er skemmst frá því að segja að stelpurnar fylgdu eftir góðum sigri á föstudagskvöldið með því að leggja Björninn aftur að velli, nú með fjórum mörkum gegn tveimur.

WIFA skautar til sölu

Er með WIFA skauta nr. 32 til sölu. Á skautunum eru Wilson blöð. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 8692406 eftir kl 14 á daginn.
Inga

Akureyrarmótið

Átta lið taka þátt,dregið í riðla á mánudagskvöld. Uppröðun hér

Úrslit kvöldsins

Kvennaleikurinn vannst með 4 mörkum gegn 2 og 2.flokks leikurinn vannst með 6 mörkum gegn 4.  GÓÐIR SA !!!!!!!!!