Úrslit gærkvöldsins

SRingar höfðu sigur á SAmönnum í leik gærkvöldsins með 6 mörkum gegn 3.  Nánar hér .

Danstímar

Dansinn byrjar laugardaginn 1. desember, tími verður nánar augl. síðar.

kveðja stjórnin

Hóp- og einstaklingsmyndatökur

Við viljum minna börn í 2. hópi að í dag á æfingu verður hópmyndataka, munið að mæta í snyrtilegum klæðnaði og ef þið eigið jólahúfu megið þið taka hana með.

Á miðvikudaginn fengu nokkrir iðkendur í 3. 4. 5. og 6. hópi miða með sér heim með tímasetningu á einstaklingsmyndatöku sem fram fer á morgun. Aðrir iðkendur sem ekki fengu miða þá fá miða með sér heim bráðlega. Fylgist vel með!

Tímatafla Bikar- og Haustmóts 2007

Hér má sjá tímatöflu Bikarmóts og Haustmóts 2007. Tímataflan er birt með fyrirvara um breytingar.

Foreldrafélagið

Orðsending frá foreldrafélaginu til foreldra iðkenda hjá Listhlaupadeild.

LiðsSkipanin á Brynjumótinu

Hér fyrir neðan er nafnalisti SA eftir flokkum og liðum frá Denna, ef einhvern vantar þarna inn eða ef þið sjáið einhverjar villur þá látið hann vita í denni43@simnet.is   >>>>

Æfingar falla niður

Æfingar á laugardagsmorgun og sunnudagsmorgun falla niður um næstu helgi (17. og 18. nóv.) vegna Brynjumóts í hokkí. Æfingar verða óbreyttar á sunnudagskvöldið hjá 4. 5. og 6. hóp.

Meistaraflokkur S.A. vs S.R.

Laugardaginn 17 nóv. mun S.A. fá S.r. í heimsókn. S.A. menn hafa verið að æfa stíft fyrir þennan leik og ætla sér ekkert annað en gjörsigur í þessum leik. 

Hópmyndatökur miðvikudaginn 14. og föstudaginn 16.nóv.

Ég vil minna 1.hóp á hópmyndatökuna sem verður á morgun miðvikudag á æfinga tíma. Muna að koma með skautakjól eða annað sem þið viljið vera í á myndunum. 

Einnig vil ég minna alla hópa í 2.hóp á myndatökuna sem er föstudaginn 16. nóvember einnig á æfingartíma.

Að lokum vil ég minna foreldra/forráðamenn að kíkja í skautatöskuna eftir hverja æfingu næstu vikur því nú fara að koma heim miðar vegna andlitsmyndatöku. Hún fer fram í íþróttahöllinni og er gengið inn vinstra megin við höllina gegnt Þórunnarstræti.

Kveðja Kristín K

Frá stjórn foreldrafélags v/Brynjumóts

Foreldrafélag SA .      Fréttabréf .    Kæru iðkendur og foreldrar.....................................