Til hugsanlegra landsliðsefna

Ed Maggiacomo heldur norður til Akureyrar á morgun og hefur boðað alla sem tilkall gera til sætis í landsliðum Íslands þ.e. U18, U20 og kvennaliði á næst komandi tímabili.  Maggiacomo ætlar að fara yfir stöðu mála með öllum þeim sem áhuga hafa á að reyna við sæti í landsliðum á næsta tímabili og verða æfingar bæði á ís og utan íss.  Allir eru velkomnir. Hugmyndin á bak við þetta er að taka stöðu á leikmönnum, sjá hvar þeir eru staddir hvað varðar tækni, styrk og úthald og svo verður farið yfir með hverjum og einum hvað bæta þarf fyrir næsta tímabil.  Hver og einn hefur svo sumarið til að æfa vel og mæta svo að nýju í svipað prógram að hausti þar sem staðan verður endurmetin.  Nú er ekki aðeins verið að einblína á þá sem tekið hafa þátt í landsliðum áður heldur alla þá sem hafa áhuga og eru innan þeirra aldurstakmarkana sem þarf í unglingalandsliðin.  Allir leikmenn kvennaflokks eru hvattir til að mæta.
Mæting er á föstudag kl. 17:00 og þá er gert ráð fyrir einni klst í spjall og upphitun sem fylgt verður eftir með tveggja !!!!!!!
 

Með kveðju, Sigurður Sveinn Sigurðsson

Uppskeruhátíð 13. maí 2006

Nú viðrum við hokkígallann og förum í sparifötin!!

Smá breyting á tímatöflu!

Það hefur orðið smá breyting á tímatöflunni!!! Kynnið ykkur það.