U18 stúlkna landslið Íslands á HM í Tyrklandi

U18 stúlkna landslið Íslands í íshokkí ferðaðist í dag til Istanbúl í Tyrklandi þar sem liðið tekur þátt í heimsmeistaramótinu í íshokkí í 2. deild daganna 27. júní - 5. júlí. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslands sendir U18 stúlkna landslið til leiks og því um spennandi tímamót að ræða. Auk Íslands eru Bretland, Holland, Ástralía Spánn, Kasakstan, Tyrkland, Mexíkó og Lettland í mótinu en Ísland er í riðli með Ástralíu og Spáni. Ísland hefur leik á mánudag en þá tekur liðið á móti Ástralíu kl. 10 á íslenskum tíma. Fylgjast má með dagskránni ásamt stöðu mótsins á heimsíðu alþjóða íshokkísambandsins. Hægt er að fylgjast með leikjum Íslands í beinni útsendingu á youtube rás Tyrkneska Íshokkísambandsins.