Íslandsmótið í íshokkí í 4. flokk um helgina

Íslandsmótið í íshokkí í 4. flokk heldur áfram um helgina en leikið verður í Skautahöllinni á Akureyri á laugardag og sunnudag. Mótið er annað mótið af þremur sem telja til Íslandsmótsins og senda öll félögin tvö lið til keppni. Dagskrá mótsins má sjá hér.

Íslandsmót ÍSS í Listhlaupi helgina 2.-4. desember í Egilshöll

Það er fríður hópur stúlkna á leið á Íslandsmótið í Listhlaupi sem verður haldið í Egilshöll um næstu helgi.

Kolbrún með þrennu í hasarleik

Ynjur tóku á móti Birninum frá Reykjavík í Hertz deild kvenna í gær. Leikurinn fór rólega af stað en mikið hitnaði í kolunum þegar á leið og ætlaði allt upp úr að sjóða um miðbik leiksins. Tvö mörk voru dæmd af og sextán tveggja mínútna dómar gefnir. Leikurinn var þó hin mesta skemmtun fyrir áhorfendur og endaði hann með öruggum 7-1 sigri Ynja.

Ísold Fönn sigraði sinn flokk á Skate Celje

Ísold Fönn sigraði sinn flokk á Skate Celje í gær með nýtt prógram og nýju stigameti í European Criterium mótaröðinni.

Akureyrar- og bikarmót 2016

Öll liðin jöfn eftir 2 umferðir

Ísold Fönn sigraði flokk 10 ára stúlkna á sterku móti í listhlaupi í Slóvakíu um helgina

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir er um þessar mundir við æfingar og keppni í Slóvakíu. Hún tók um helgina þátt í sterku móti fyrir Íslandshönd í Slóvakíu og sigraði hún flokk 10 ára stúlkna með 42.24 stig.

Úrslit úr innanfélagsmóti helgarinnar

Annað innanfélagsmótið í haustmótaröðinni for fram síðasta laugardag en þá var keppt í 4. og 5. flokks deild en í henni eru 4 lið og yfir 50 keppendur.

Ynjur enn á toppnum

Í gær tóku Ynjur Skautafélags Akureyrar á móti Skautafélagi Reykjavíkur en er þetta í þriðja sinn sem liðin mætast á tímabilinu. Ynjur gefa sífellt meira í með hverri viðureign liðanna og unnu leikinn að þessu sinni með 12 mörkum gegn 2 mörkum SR. Eins og tölurnar gefa til kynna var mikill getumunur á liðunum og áttu Ynjur 60 skot á mark. Mörkin hefðu því getað verið mun fleiri en Álfheiður Sigmarsdóttir varði vel í marki SR.

Frábær árangur SA stúlkna á Kristalsmóti Bjarnarins um helgina

Fimm stúlkur frá SA lögðu land undir fót um helgina ásamt foreldrum og þjálfara og tóku þátt á Kristalsmóti Bjarnarins sem haldinn var í Egilshöll um helgina fyrir keppendur í C flokkum. Þær stóðu sig allar gríðarlega vel.

SA Víkingar með stórsigur á Esju

SA Víkingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu topplið Esju í gærkvöld, lokatölur 7-2. SA Víkingar minnkuðu þar með forskot Esju á sig í deildinni í 6 stig en Björninn vann á sama tíma SR í Laugardalnum og er ennþá með 5 stiga forskot á Víkinga. Sigurður Sigurðsson var óumdeilanlega maður gærkvöldsins en hann átti stórleik og skoraði þrennu í leiknum en Hafþór Sigrúnarson átti einnig skínandi leik og skoraði tvö mörk.