Æfingar hefjast hjá öllum flokkum

Þriðjudaginn 4. september n.k. hefjast æfingar hjá 4., 3., 2. flokki auk meistaraflokkanna og æft verður samkvæmt æfingatöflu síðasta árs.  Þriðjudaginn 11. september byrja svo 5., 6., 7. flokkur auk byrjendaflokks og verða æfingar einnig skv gömlu æfingatöflunni.

Byrjendur og styttra komnir

Æfingar hjá byrjendum og þeim iðkendum sem æfðu í 1. og 2. hópi síðasta vetur hefjast vikuna 10.-16. september. Enn er tekið við skráningum í deildina og er hægt að skrá sig með því að velja "skráning í félagið" hér í valmyndinni til vinstri. Haft verður samband símleiðis þegar nær dregur og látið vita hvenær æfingar hefjast. Tímataflan er komin út og er undir "tímatafla 2007-2008" einnig hér í valmyndinni til vinstri, þar er hægt að sjá á hvaða tímum æft verður í vetur.

Einhverjir iðkendur sem æfðu í 2. hópi síðastliðinn vetur fá val um að færast upp í 3. hóp eldri eða yngri. Haft verður samband við foreldra þeirra iðkenda um leið og skráning berst.

Við hlökkum til að sjá alla aftur og bjóðum nýja iðkendur velkomna!

Flokkaskiptingar

Hér er listi yfir flokkaskiptingu sem tekur gildi föstudaginn 31. ágúst. Þessi listi er birtur með fyrirvara um breytingar þar sem einhverjar tilfæringar geta orðið fyrstu 1-2 vikurnar. Þeir iðkendur sem æfðu í fyrra en hafa ekki enn skráð sig og hyggjast æfa hjá deildinni í vetur geta skráð sig hér í valmyndinni til vinstri. Þeir sem ekki eru skráðir eru ekki á listanum yfir flokkaskiptingu en um leið og þeir hafa skráð sig verður haft samband við þá iðkendur og þeim greint frá æfingaflokk.

Hafið samband við Helgu í síma 6996740 eða í emaili helgamargretclarke@gmail.com ef einhverjar spurningar vakna varðandi listann eða ef einhvern vantar sem þegar er skráður.

Nýja tímataflan

Nú er nýja tímataflan komin í valmyndina hér til vinstri. Hún tekur gildi föstudaginn 31. ágúst. Ef einhverjar spurningar vakna hafið samband við Helgu Margréti í síma 6996740 eða í e-maili helgamargretclarke@gmail.com.

Æfingar á miðvikudag

Miðvikudaginn 29. ágúst verða æfingar sem hér segir: 3. hópur milli 15:15 og 16:00, 4. hópur milli 16:00 og 16:45, 5. hópur milli 17:00 og 18 og M hópur milli 18 og 19. Flokkaskiptingar og ný tímatafla verða birt á morgun og hefst kennsla skv. því föstudaginn 31. ágúst. Fylgist vel með síðunni!

Í sambandi við skráningar

Þeir iðkendur sem þegar eru búnir að skrá sig inn í deildina þurfa ekki að mæta í dag eins og rætt var um í síðustu viku. Tímatöflugerð er enn í vinnslu og af þeim orsökum verða æfingar enn eftir gömlu flokkaskiptingunni og skv. æfingatíma sem birtist hér á síðunni.

Æfingar á mánudag

Mánudaginn 27. ágúst verða æfingar sem hér segir: 3. hópur milli 15 og 16, 4. hópur milli 16 og 17, 5. hópur milli 17 og 18 og M hópur milli 18 og 19.

Æfingar á föstudag og sunnudag!

Föstudaginn 24. ágúst verða æfingar sem hér segir: kl. 16-16:45 = 3. hópur, kl. 16:45-17:30 = 4. hópur, kl. 17:30-18:15 = 5. hópur, kl. 18:15-19 = M hópur.

Á sunnudaginn 26. ágúst verða æfingar sem hér segir: 17-18 = 4. hópur, 18-19 = 5. hópur, 19-20 = M hópur.

Á sunnudaginn verður skráning allra iðkenda milli 15 og 17 í skautahöllinni. Mikilvægt er að allir iðkendur mæti til að taka við nýrri tímatöflu vetrarins og ræða við þjálfara um æfingaflokk.

Æfingatími

Æfingar eru hafnar hjá karlaflokki, kvennaflokki, og OLD-BOYS.

IIHF mót

Hér er hægt að sjá hvar landslið ísland mun keppa á næsta ári.