Reikningsnúmer

Reikningsnúmer til að leggja inn á fyrir Akueyrarmótið er 0162-05-268545 Kt: 510200-3060. Keppnisgjald er 1500 krónur. Gott að hafa nafn iðkenda sem skýringu. Sjá nánari upplýsingar um keppnina hér neðar. Keppnisröð kemur inn eins fljótt og hægt er. Kveðja Anna

Nú er komin endanleg staðfesting á að ekki verður spilað í kvöld

Nú hefur verið formlega ákveðið að úrslitakepninni er lokið og SA ÍSLANDSMEISTARAR. Því verður enginn leikur í kvöld eins menn töldu að mögulega þyrfti. Æfingar verða því samkvæmt tímatöflu í dag, bara svo allir hafi það á hreinu. Það er því við hæfi að óska mfl. SA til hamingju með frábæran árangur vetrarins.   TIL HAMINGJU SA.

Íslandsmótið í krullu - Garpar fyrstir til að leggja Mammúta

Spennandi leikir framundan í lokaumferðunum. Eitt lið öruggt í úrslitin, fimm keppa um hin þrjú sætin.

Foreldrafélagið styrki iðkendur á Peter Gutter námskeið

Foreldrafélagið hefur tilkynnt að þeir ætli að styrkja námskeiðskostnað vegna Peter Gutter námskeiðsins. Þeir sem tilkynnt hafa þátttöku  eru:

  • Hrafnhildur Ósk
  • Hrafnhildur Lára
  • Hrafnkatla
  • Katrín Birna
  • Helga
  • Sigrún Lind
  • Elva
  • Guðrún Brynjólfs
  • Birta
  • Urður Ylfa
  • Telma
  • Ingibjörg
  • Elísabet Ingbjörg
  • Kolbrún
  • Óla
  • Sandra
  • Helga C
  • Guðný Ósk

Ef fleiri ætla sér að taka þátt, þá verður að tilkynna það í síðasta lagi 3. apríl

Akureyrarmót haldið næsta sunnudag

Akureyrarmót í listdansi á skautum verður haldið næsta sunnudag, milli klukkan 8:00 og 14:00. Þar keppa allir A,B og C keppendur, þ.e.a.s. í 3.4.5. og 6. hóp. Dregið verður í keppnisröð á miðvikudagskvöldið klukkan átta og eru keppendur hvattir til þess að mæta og taka þátt í útdrættinum. Þá er nauðsynlegt að borga keppnisgjöld fyrir næsta laugardag, og helst sem allra fyrst. Keppnisgjaldið er 1.500 kr. og á að leggja peninginn inn á reikning 0162-05-268545. Athugið að setja nafn iðkenda í athugasemt. Nauðsynlegt er að senda póst á sigridur@samskip.is ef iðkendur hafa ekki hug á því að taka þátt. Það einfaldar mjög mikið vinnu við mótið ef við vitum sem allra fyrst af því ef einhver ætlar ekki að taka þátt, þannig að endilega látið okkur vita sem allra fyrst.

Ice Cup: Skráningarfrestur til 15. apríl

Tími til að huga að skráningu liða á Ice Cup. Þrjú og hálft erlent lið þegar komin til leiks.

Sigurfagnaður í Golfskálanum í kvöld kl. 20.00

Í kvöld kl. 20.00 höldum við sigurfagnað mikinn í tilefni frábærs árangurs bæði karla og kvenna. Allir SA unnendur hvattir til að mæta í grill og gleði.  ÁFRAM SA !!!!

Íslandsmótið í krullu - fjórir leikir í kvöld

Fjórir leikir verða leikir á Íslandsmótinu í krullu í kvöld, mánudagskvöldið 31. mars.

SA Íslandsmeistari í karlaflokki

Þessari frétt er fengin að "láni" af heimasíðu Bjarna Gautasonar www.bjarnig.blog.is Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

Rétt í þessu var að ljúka fjórða leiknum milli S.R. og S.A. í úrslitakeppninni um íslandsmeistaratitilinn í íshokkí. Lokastaðan var 5-9 S.A. í vil. S.R. byrjaði betur og komst í 1-0 með marki Arnþórs Bjarnasonar þegar 2:34 voru liðnar af leiknum. Eftir það virðist leikurinn hafa snúist og S.A. tók öll völd á vellinum. Staðan var 1-3  eftir fyrsta leikhluta.

Enginn afís hjá Söruh á mánudaginn!

Afís á mánudaginn næsta hjá 4. 5. og 6. hóp fellur niður vegna fjarveru Söruh.