Íslandsmótið í krullu: Lokaumferð deildarkeppninnar í kvöld

Í kvöld, mánudagskvöldið 19. mars, fer fram lokaumferðin í deildarkeppni Íslandsmótins í krullu.

Innanfélagsmót um helgina

Í morgun hófst innanfélagsmót í hokkí og heldur það áfram á morgun. Næstu mót verða 13.-14. apríl og aftur 27.-28. apríl.

Vel heppnuð ferð til Furudals

Átta strákar ásamt fimm foreldrum úr SA sameinuðust hokkídrengjum og foreldrum frá Reykjavíkurfélögunum undir merkjum Cougars-liðsins sem tók þátt í IFK Ore U12 Cup 2013 í Furudal í Svíþjóð.

Frábær skemmtun - sjáumst að ári!

Hér er síðbúinn fréttapistill frá Minningarmóti Gæja Jónasar sem haldið var laugardaginn 9. mars. Frábærlega vel heppnað mót og mikil ánægja með þetta framtak og skipulagningu mótsins. „Mótið var mjög jafnt, mörg jafntefli eða eins marks sigrar. Hvaða lið sem var gat unnið mótið. Það var meiriháttar að fá svona margar konur saman fyrir þessa hokkíhelgi,“ segir Sarah Smiley.

Íslandsmótið í krullu: Mammútar deildarmeistarar

Mammútar tryggðu sér deildarmeistaratitil Íslandsmótsins í krullu með sigri á Görpum í framlengdum leik toppliðanna í gærkvöldi. Tvö lið örugg í úrslit, öll hin eiga enn möguleika.

Milljón myndir frá Ása

Nú eru komin inn nokkur ný myndalbúm á hokkísíðuna, enda hefur Ásgrímur Ágústsson verið tíður gestur hér í höllinni að undanförnu. Hann skilaði í hús í dag myndum úr hokkíleikjum 7., 9. og 12. febrúar og svo úr úrslitaleik SA og Bjarnarins í kvennaflokki sl. föstudagskvöld.

Íslandsmótið í íshokkí: Leikdagar í úrslitakeppni karla

Mótanefnd ÍHÍ hefur ákveðið leikdaga í úrstliakeppni Íslandsmóts karla í íshokkí.

Íslandsmótið í krullu: 6. umferð

Í kvöld, mánudagskvöldið 11. mars, fer fram sjötta umferð Íslandsmótsins í krullu.

SA TV - tilraunaútsendingar í gangi

Í dag er brotið blað í sögu Skautafélags Akureyrar með tilraunaútsendingum frá Minningarmótinu um Garðar Jónasson.

Myndir SA - Björninn 8.3.2013