Skautarar frá SA keppa á Volvo Cup í Lettlandi um helgina

Um helgina eru skautarar frá okkur að taka þátt í Volvo cup í Riga. Fyrsti keppnisdagur er í dag en stelpurnar byrjuðu allar daginn á æfingu. Ronja Valgý hefur fyrst keppni klukkan 11:40 (8:40 á íslenskum tíma). Freydís Jóna stígur svo á ísinn kl 15:10 (12:10 á íslenskum tíma) með stutta prógrammið sitt. Þær stöllur eru báðar fyrstar í sínum upphitunarhópum Við óskum stelpunum góðs gengis

Sögulegu Vormóti lokið

Vormót ÍSS fór fram í Skautahöllinni hjá okkur um síðustu helgi en mótið er eitt það stærsta sem haldið hefur verið í listskautum. Keppt var í ÍSS keppnislínu, félagalínu og Special Olympics/Adaptive Skating á listskautum en svo var einnig keppt í skautahlaupi opinberlega í fyrsta sinn í 42 ár á Íslandi. Mótið er síðasta mót tímabilsins og voru Bikarmeistarar krýndir í lok móts.

Vormótið hefst í dag

Vormót Skautasambands Íslands árið 2024 fer fram í Skautahöllinni hjá okkur um helgina, 1. – 3. mars. Að þessu sinni er auk Keppnislínu ÍSS einnig keppt í Keppnislínu félaganna og Special Olympics/Adaptive Skating. Samhliða Vormóti ÍSS 2024 fer fram opið mót í skautahlaupi. Mótið er opið öllum áhugasömum, ekki er nauðsynlegt að vera meðlimur í aðildarfélagi ÍSS til þess að skrá sig til keppni.  Keppnin fer fram á laugardag kl. 20:00 en keppt verður í flokkum ungmenna og fullorðinna.

Freydís og Sædís með góðan árangur á Norðurlandamótinu

Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir og Sædís Heba Guðmundsdóttir voru fulltrúar Skautafélags Akureyrar á Norðurlandamótinu á listskautum sem fór fram 1. - 4. febrúar í Borås, í Svíþjóð. Freydís Jóna náði 19. sæti í Junior flokki með heildarstig uppá 81.24 stig og Sædís Heba 15. sæti í Advanced Novice með 78.27 stig.

Öskudagsballið 2024

Öskudag diskóið sem haldið var á öskudag lukkaðist mjög vel og börnin fóru glöð heim. Dýrin í hálsaskógi kíktu í heimsókn, kötturinn var sleginn úr tunnunni og verðlaun voru veitt fyrir bestu búningana og allir gestir fengu eitthvað gott. Öskudagsballið er samtarf Skautahallarinnar og Listskautadeildar SA og Greifinn gaf verðlaun. Við þökkum gestum okkar á Öskudagsballinu kærlega fyrir komuna og vonum að allir hafi skemmt sér konunglega á þessum frábæra degi. 

Jólasýning Listskautadeildar 2023 - Freydís skautakona ársins

Árleg jólasýning Listskautadeildar SA var haldin á sunnudag. Deildin setti upp Hnotubrjótinn í ár. Sýningin var samin af Jana Omélinova og leikstýrt af Jana Omelinová og Varvara Voronina með aðstoð frá öðrum þjálfurum deildarinnar. Krakkarnir stóðu sig öll með mikilli prýði og tókst sýningin gríðarlega vel. Takk iðkendur og þjálfarar fyrir frábæra sýningu og takk kæru gestir fyrir komuna.

Jólasýningin Hnotubrjóturinn um næstu helgi

Jólasýning Listaskautadeildar SA er haldin á sunnudag 10. desember kl. 17:00. Sýningin í ár er hið klassíska verk um Hnotubrjóturinn sem er frábær sýning fyrir alla fjölskylduna. Miðasala á staðnum. Miðaverð fyrir 18 ára og eldri 1500kr. Fyrir 7-18 ára 1000kr. og frítt inn fyrir 6 ára og yngri.

Íslandsmótið á listskautum 2023

Þá er Íslandsmóti/Íslandsmeistaramóti ÍSS 2023 lokið. Skautararnir okkar stóðu sig allir með mikilli prýði og voru félaginu okkar til mikils sóma. Í dag voru skautarar í Chicks Unisex hópnum fyrstir á ísinn. Þar áttum við einn skautara hana Ólöfu Marý. Hún skautaði prógrammið sitt með glæsibrag. Í hópnum Cubs Unisex áttum við líka einn keppanda hana Ronju Valgý. Hún skautaði prógrammið sitt mjög fallega og stóð sig mjög vel. Í þessum hópum er ekki raðað í sæti og fengu allir þátttakendur viðurkenningarpening og skjal í mótslok. Þá var komið að keppni í Advanced Novice Girls þar sem Sædís Heba stóð efst eftir fyrri daginn. Hún skautaði prógrammið sitt mjög fallega og hnaukralaust og uppskar Íslandsmeistara titilinn fyrir afrekið. Síðust á ísinn frá okkur var Freydís Jóna Jing í Junior women, sem skautaði frjálsa prógrammið sitt með krafti og skilaði skautunin henni öðru sæti í flokknum. Við óskum keppendum, þjálfara og foreldrum innilega til hamingju með öll afrekin sem unnust um helgina.

Hrekkjavakan í Skautahöllinni 2023

Helgina 27 - 28 október síðastliðinn hélt Skautahöllin í samstarfi við Listskautadeild Akureyrar Hrekkjavöku böll. Hrekkjavöku skautadiskóið var haldið í þriðja sinn, Uppselt hefur verið síðust ár á Hrekkjavöku skautadiskóið og færri komist sem vildu, því var ákveðið þetta árið af aðilum sem komu að böllunum að bæta við barna balli á laugardeginum. Böllin tókust mjög vel og allir virtust njóta sín.

Haustmót 2023

Á laugardaginn síðasta fór fram haustmót ÍSS í Egilshöll. SA átti 7 keppendur á mótinu. Mótið hófst á laugardaginn með keppni í félagalínu hluta mótsins. Þar átti SA einn keppanda, hana Kristbjörgu Heiðu sem keppti í flokknum 12 ára og yngri. Hún stóð sig með mikilli prýði. Seinnipartinn var svo komið að keppni í ÍSS línu mótsins...