Minningarorð

Í dag kveðjum við fyrrum skautara og þjálfara hana Evu Björg Halldórsdóttur sem lést af slysförum á síðasta vetrardag 24.apríl síðastliðinn. Við minnumst Evu Bjargar með hlýju. Hún var samviskusamur og kröftugur skautari sem sinnti æfingum og keppni í skautaíþróttinni af alúð. Þetta gerði hún samhliða æfingum og keppni á skíðum. Hennar er minnst sem góðs vinar, hvetjandi æfingafélaga og öflugs skautara. Við minnumst hennar einnig sem athugulum, samviskusömum og ljúfum þjálfara, en hún kom meðal annars að þjálfun byrjenda hjá okkur í nokkur ár. Við sendum Vilborgu Þórarinsdóttur og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur og styrk í sorginni. Hvíldu í friði kæra Eva Björg Stjórn LSA, stjórn SA, iðkendur og foreldrar LSA

Sheldon Reasbeck ráðinn aðalþjálfari SA

Sheldon Reasbeck hefur verið ráðinn nýr aðalþjálfari SA. Sheldon, sem er 38 ára Kanadamaður, hefur mikla reynslu úr þjálfun AAA hokkí í heimabæ sínum, Kapuskasing en einnig verið virkur í þjálfun fylkisliða og leikmannaþróun í Norður Ontario.

Skauta- og íshokkí leikjanámskeið SA í júní

Skauta- og íshokkí leikjanámskeið SA fyrir börn fædd 2018-2014 verður haldið í júní. Frábært tækifæri fyrir bæði byrjendur sem og iðkendur til þess að skemmta sér í leikjum og fá skautakennslu í leiðinni. Leikjanámskeiðið fer fram bæði á útisvæðinu við Skautahöllina og inni á skautasvellinu. Það er hægt að velja á milli þess að vera í listskautum eða í fullum íshokkíbúnaði í leikjunum á námskeiðinu. Allur búnaður innifalinn og engin reynsla á skautum er nauðsynleg. Sarah Smiley hefur yfirumsjón með námskeiðinu, hockeysmiley@gmail.com fyrir nánari upplýsingar. Skránin á námskeið: sportabler.com/shop/sa/ishokki

Aðalfundur aðalstjórnar Skautafélags Akureyrar fimmtudaginn 23. maí

Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar fimmtudaginn 23. maí kl. 20.00 í félagssal Skautahallarinnar. Hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.

Aðalfundur listskautadeildar 22. maí

Fundarboð - Aðalfundur listskautadeildar Skautafélags Akueyrar verður haldinn miðvikudaginn 22.maí næstkomandi og hefst hann klukkan 19:30.

Aðalfundur íshokkídeildar 21. maí

Stjórn Íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar boðar til aðalfundar þriðjudaginn 21. maí kl. 20:00 í félagsalnum í Skautahöllinni.

Aðalfundur Krulludeildar

Aðalfundur Krulludeildar SA verður haldinn þriðjudaginn 21. maí kl. 18:00 í fundarherbergi Skautahallarinnar.

AÐALFUNDUR KRULLUDEILDAR

Aðalfundur Krulludeildar SA verður haldinn þriðjudaginn 21. maí kl. 18:00 í fundarherbergi Skautahallarinnar.

U16 stelpuhelgin, bikarmót í Egilshöll

Síðastliðna helgi skelltu sér suður í Egilshöll um 30 SA stelpur á aldrinum 10 - 16 ára, ásamt þjálfurum og fararstjórum og spiluðu hokkí við stelpur frá Fjölni og SR. SA tefldi fram tveimur liðum, annars vegar spiluðu Ynjur í A riðli og Ásynjur í AA riðli en þar er einna helst aldur, reynsla og styrkleiki sem skilur á milli. Ynjur spiluðu við lið frá Fjölnir og Ásynjur gegn liði frá SR. Þetta er fjórða vorið sem U16 stelpuhelgin er haldin og er mótið spilað sem bikarmót en það er mikilvægt fyrir stelpur að fá þá reynslu að spila gegn stelpum því það er mikill munur á því og að spila með eða gegn strákum.  Leikirnir voru spennandi og fór m.a. Í vítakeppni en svo fór að lið Fjölnis sigraði A riðil og SR AA riðil, óskum við þeim til hamingju með sigurinn. Hér að neðan má sjá myndir af liðunum, Ynjum og Ásynjum ásamt þjálfurunum Maríu Guðrúnu og Ingu Rakel.

Árshátíð hokkídeildar 2024

Hokkídeildin hélt árshátíð sína þann 30. apríl s.l. Alls voru Það 127 manns sem komu saman á Vitanum og fögnuðu nýliðnu keppnistímabili, leikmenn frá U14 og upp úr, foreldrar, félagsmenn og velunnarar. Okkar uppáhalds kokkur, Helgi á Vitanum, sá um ljúffengar veitingar að venju og skemmtileg “highlight” myndbrot frá leikjum vetrarins voru sýnd. Að endingu voru verðlaun veitt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hér að neðan. Við óskum verðlaunahöfum til hamingju, þökkum fyrir veturinn og hlökkum til að sjá alla iðkendur aftur á næsta tímabili þó við eigum vissulega eftir að sjá sem flesta á vormótinu sem er framundan nú í maí.