Tilkynning ef iðkandi ætlar að hætta

Athugið!

Þeir iðkendur sem ætla ekki að æfa á vorönn vinsamlegast sendi póst með nafni og kennitölu iðkenda og greiðanda.

Á gjaldkera listhlaupadeildarinna didda@samvirkni.is

í síðasta lagi 15.des 

Aðventumótið - Rúnar og Sigfús byrja með stæl

Fyrstu tvær umferðirnar í Aðventumótinu fóru fram í kvöld.

Breyttur æfingartími um helgina 3-5 des

Æfingartími hjá A, B og C hópum verðu um helgina vegna Íslandsmóts ÍSS

Aðventumótið í krullu - fyrstu umferðir í kvöld

Í kvöld hefst Aðventumót Krulludeildar. Mótið er opið öllum, nóg að mæta í Skautahöllina kl. 21 til skráningar.

Víkingar unnu Björninn 3 - 8

Víkingar náði í kvöld mikilvægum stigum af Birninum í Grafarvogi með góðum 8 - 3 sigri.  Víkingar náðu þar einnig að koma fram hefndum eftir grátlegt tap í framlenginu síðasta þriðjudag en það er greinilegt að bæði lið kunna vel við sig á útivelli.   Eitt af einkennum Bjarnarmanna er að byrja af miklum krafti og það gerðu þeir í kvöld og komust yfir strax á fyrstu sekúndum leiksins.

Víkingar létu það þó ekki á sig fá heldur snéru leiknum fljótt við og svöruðu með fjórum mörkum.  Staðan var því 4 - 1 eftir fyrstu lotu og þar var grunnurinn lagður að sigrinum.  Önnur lota var jafnari en hana unnu Víkingar engu að síður 2 - 1 og síðan þá þriðju með sömu markatölu, lokastaðan 8 - 3.

Besta jólagjöf skautabarnsins

Skautataska er besta jólagjöf skautabarnsins. Enn á ég til skautatöskur sem eru með sér hólfi fyrir skautana, einlitar og munstraðar en munstruðu töskunum fer fækkandi,   mjúku skautahlífarnar sem eru nauðsinlegar á skautann í töskunum og svo mondor skauta buxurnar þessar svörtu sem koma niður fyrir skautann. Endilega hafið samband sem fyrst ef þið eruð að spá í eitthvað af þessu fyrir jólin því að ég þarf nokkra daga ef ég þarf að panta það sem vantar.

Allý, allyha@simnet.is / 8955804

Gimli Cup: Víkingar sigruðu

Víkingar unnu mótið þrátt fyrir stórt tap í lokaumferðinni.

Bikarmót Krulludeildar - skráning

Síðasti skráningardagur í Bikarmótið er í dag.

Gimli Cup: Sjöunda umferð

Sjöunda umferð Gimli Cup fer fram í kvöld, mánudagskvöldið 29. nóvember.

Gimli Cup: Víkingar eða Fálkar vinna Gimli-bikarinn

Víkingar áttu ævintýralegan endasprett í leik sínum í kvöld og standa best að vígi fyrir lokaumferðina. Fálkar eiga þó enn von.