Þarftu að láta klippa lag fyrir prógrammið þitt?

Þú getur haft samband við Sindra hjá N4 í síma 412-4400, hann tekur 1000 kr. fyrir lagið. 

Fyrsti krullutíminn á miðvikudag.

Fyrsti krullutími tímabilsins verður á miðvikudagskvöld kl. 21:00.   Krullutímar í vetur verða á mánudögum frá kl. 20:00 og miðvikudögum frá kl. 21:00

Æfingagjöld Haustannar 2009

Hér má sjá æfingagjöld haustannar 2009. Hægt verður að skipta greiðslum í þrennt. Í fyrra var gerð tilraun með að hafa keppnisgjöld innifalin í æfingagjöldum og virtist fólk almennt ekki kjósa að hafa þann máta á - þannig að í ár eru keppnisgjöldin ekki innifalin í æfingagjöldum, heldur verða innheimt ca. mánuði fyrir hvert mót. Æfingagjöld vorannar ættu að verða sambærileg við haustönnina. Hafið samband í netfangið skautar@gmail.com ef einhverjar spurningar vakna.

Fyrsta þriðjudagsmorgunæfing

Næsta þriðjudagsmorgun skulu þeir iðkendur mæta sem skráðir eru í grunnpróf ÍSS núna í september. Þetta er Hildur Emelía, Sara Júlía, Hrafnkatla, Guðrún B., Hrafnhildur Ósk, og Hrafnhildur Lára. Æfingin hefst á slaginu 06:30 og er mæting kl. 06:15. Ekki gleyma að fá ykkur léttan morgunmat :)

Vel heppnað þjálfaranámskeið hjá ÍSS

Nú um helgina sóttu 10 þjálfarar frá LSA þjálfaranámskeið hjá Skautasambandi Íslands. Þetta námskeið var haldið í Reykjavík þar sem fjallað var um prógrammagerð, með tilliti til dómgæslu og nýja dómarakerfið. Maria McLean sá um kennslu og voru bæði ístímar og fyrirlestrar. T.a.m. var farið í gegnum ýmsar grunnæfingar á ís með notkun tónlistar, skipt í hópa og búnar til sporasamsetningar og að lokum fengu þjálfarar það verkefni að hanna lítið prógram. Námskeiðið var að sögn þjálfaranna mjög fróðlegt, skemmtilegt og vel skipulagt. Þjálfararnir okkar koma heim í kvöld og á morgun og hlakka til að nýta sér það sem þeir lærðu um helgina í starfi vetrarins.

Æfingar byrja á þriðjudaginn

Nú þegar tímabilið er um það bil að hefjast er þá ekki upplagt að koma sér í gírinn með því að skoða hvernig MEISTARA-FLOKKURINN SETT'ANN(smella hér) á fyrrihluta síðasta tímabils, og athuga hvort það hitar ekki mannskapinn upp fyrir komandi vetur.

Tímatafla og hópaskiptingar - haustönn 2009

Nýju tímatöfluna er nú að finna hér í valmyndinni til vinstri sem og hópaskiptingu haustannar 2009. Einhverjar breytingar gætu orðið á fyrstu vikunum og biðjum við fólk að virða það og fylgjast vel með. Hóparnir hafa nú fengið ný nöfn og er hægt að nálgast allar upplýsingar um það undir "hópaskiptingar". Æfingar byrja samkvæmt tímatöflu á mánudaginn nk. 31. ágúst hjá öllum flokkum A, B og C. Skráningardagur fyrir alla hópa verður þó ekki fyrr en miðvikudaginn 16. september eða þegar byrjendaflokkar, D1 og D2, byrja æfingar. Afís hjá Söruh og Gyðu hefst strax á mánudaginn nk. en afístímar hjá Hóffu í Laugargötu hefjast ekki fyrr en mánudaginn 14. september.

Kvennaflokkur og Old-boys athugið!!!!!!

Kvennaflokksæfingin sem átti að vera í kvöld fellur niður og verður í staðin á laugadaginn kl 17:15.

Old boys verða klukkan 20.10 í kvöld!!! 

Krullunámskeiðið - upplýsingar

Krullunámskeið með danska leiðbeinandanum Siggard Andersen verður í Skautahöllinni á Akureyri um næstu helgi - laugardag kl. 9-14 og sunnudag kl. 9-16.

(O; Margar hendur létt verk ;O)

Hokkídeildin stendur nú í ströngu við kynningu íþróttarinnar hér á Akureyri með það fyrir augum að ná í nýja iðkendur og efla starf deildarinnar. Fyrsta skrefi í þessu starfi er nú lokið, en það var að dreifa kynningarblaði í öll hús hér á Akureyri alls um 7000 lúgur og vegna þess hve margir skráðu sig til dreifingarvinnu gekk þetta eins og í sögu. Deildin vill ÞAKKA þeim sem brugðust svo skjótt við og lögðu á sig þessa óeigingjörnu vinnu íþróttinni og börnunum okkar til framdráttar.   Þúsund Þakkir.