Akureyrarmótið í krullu hefst í kvöld

Fimm lið eru skráð til leiks og verður dregið um töfluröð fyrir fyrstu umferðina.

Breytingar á tímatöflum næstu daga

Vegna Bautamótsins í 4. flokki í íshokkí núna um helgina og þátttöku listhlaupsiðkenda héðan í Haustmóti ÍSS í Reykjavík helgina 27.-29. september hafa deildirnar komið sér saman um breytingar á tímatöflum um helgina og í komandi viku.

Opið um helgina - breyting á laugardag

Opið er fyrir almenning í Skautahöllina í kvöld, skautadiskó kl. 19-21, og á laugardag og sunnudag kl. 13-16. Athugið að almenningstími styttist á laugardaginn vegna Bautamótsins í 4. flokki í íshokkí.

Akureyrarmótið í krullu hefst mánudaginn 23. september

Skráningarfrestur í Akureyrarmótið er til hádegis mánudaginn 23. september. Fyrsta umferð er þá um kvöldið og jafnframt verður dregið um töfluröð.

Bautamótið í íshokkí (4. fl.) - DAGSKRÁ

Dagana 21.-22. september fer fram helgarmót hjá 4. flokki í Skautahöllinni á Akureyri. Dagskrá mótsins er tilbúin. Eitthvað verður um tilfærslur á tímum á milli Hokkídeildar og Listhlaupadeildar í tengslum við mótið - þær breytingar verða birtar sérstaklega.

Úrslit Frostmótsins

Frostmót listhlaupadeildarinnar var haldið í gær, miðvikudaginn 18. september. Það voru 13 keppendur sem stóðu sig allir sem einn með prýði. Vill mótstjóri þakka iðkendum, þjálfara, dómurum og öllum þeim sem unnu við mótið, kærlega fyrir daginn.

Aðalfundur Foreldrafélags Hokkídeildar

Aðalfundur Foreldrafélags Hokkídeildar verður haldinn í fundarherbergi Skautahallarinnar fimmtudagskvöldið 19. september og hefst kl. 20.30.

Dómaranámskeið í íshokkí - endurnýið skráningu (Uppfært: Dagskrá)

Fyrirhugað er að halda dómaranámskeið í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri helgina 28.-29. september. Áhugasamt hokkífólk er vinsamlega beðið um að endurnýja fyrri skráningu. Mikilvægt að væntanlegir þátttakendur lesi þessa frétt og það efni sem vísað er í með tenglum í fréttinni.

Víkingar með sigur syðra

Víkingar mættu Fálkum í Skautahöllinni í Laugardal á laugardaginn og fóru með sigur af hólmi.

Fjölskyldu- og notendavænni Skautahöll

Gestir í Skautahöllinni á Akureyri hafa tekið eftir breytingum sem gerðar hafa verið í sumar og haust. Markmiðið er að til verði svæði þar sem fólk getur hist og sest niður án þess að krókna úr kulda.