Hokkíbær

Nokkrir innbæingar á fleygiferð. Mynd: Ólafur Þorgrímsson
Nokkrir innbæingar á fleygiferð. Mynd: Ólafur Þorgrímsson

Engir Íslandsmeistaratitlar í hokkíbæinn Akureyri í meistaraflokkum í ár því báðir titlarnir fóru suður – einn í Grafarvog og hinn í Laugardalinn. Kvennaliðið tapaði sínu einvígi 1-3 á útivelli í Egilshöll á meðan karlaliðið tapaði 2-3 í oddaleik á heimavelli á fimmtudag.

Vonbrigði á vonbrigði ofan í Innbænum segja margir eftir frábært tímabili beggja liða í deild þar sem deildarmeistaratitlar unnumst sannfærandi. Staðreyndin er hinsvegar sú að bæði frammistaðan og árangurinn er meira en viðunandi. Samkeppnin er af hinu góða og Reykjavíkurfélögin vel að titlum sínum komin.

Litlar sem engar væntingar voru gerðar til kvennaliðsins fyrir tímabilið eftir að 7 lykil leikmenn leikmenn fóru erlendis eða gengu til liðs við erfifjendur í borginni. Ungt lið SA tók miklum framförum og það hratt í upphafi tímabils undir stjórn Silvíu, Atla og Jamie og léku ferskir vindar um liðið sem vann 14 af 16 leikum sínum í deildarkeppninni. Liðið var allt skipað uppöldum leikmönnum Skautafélags Akureyrar að undanskilinni Shawlee Gaudreault sem staðið hefur vaktina í marki liðsins í annað ár. Úrslitakeppnin var svo jöfn og spennandi en andstæðingurinn virtist reynsluríkari og kannski hungraðri í að vinna en SA vann fyrsta leikinn og svo ekki söguna meir.

SA Víkingar áttu harm að hefna í vetur karla megin eftir að SR náði að sigra úrslitakeppnina í fyrra í oddaleik á heimavelli SA Víkinga sem aldrei hafði skeð að SA tapaði oddaleik á heimavelli. SA Víkingar fengu Jamie Dumont í brúnna í haust og fóru vel af stað í deildarkeppninni með sterkan hóp eins og árið áður – allt uppaldir SA leikmenn - að mestu ungir en líka nokkrir eldri goðsagnakendir í bland. Þjálfaraskipti urðu um mitt tímabil þar sem Jamie þurfti frá að hverfa en Richard nokkur Tahtinen hljóp undir bagga fyrir klúbbinn svo liðið hélt dampi. Deildin var gríðarlega jöfn og spennandi en SA vann deildarkeppnina þó að lokum 13 af 16 leikjum sínum í vetur. Úrslitakeppnin var aftur stál í stál við SR og nánast sama uppskrift og árið áður þar sem SR hafði betur í oddaleik með gullmarki rétt fyrir leikslok og þar við sat.

Þrátt fyrir vonbrigði í úrslitakeppnum megum við SA fólk vera stolt af frammistöðu liðanna okkar í vetur. Að eiga tvö meistaraflokkslið sem eru nánast ósigrandi á tímabilinu og eru bæði hársbreidd frá því að vinna Íslandsmeistaratitla er frábær árangur – meira að segja á Akureyri. Við getum líka verið stolt af uppbyggingarstarfi félagsins sem fæðir meistaraflokkanna af úrvals leikmönnum svo ekki þurfi að leita neitt lengra og meira til því fjölmargir leikmenn spila nú með félögum og meistaraflokkum bæði erlendis og á höfuðborgarsvæðinu. Uppseldur oddaleikur þar sem úrslitin ráðast ekki fyrr en í blálokin er eins magnaður endir á skemmtilegu íshokkítímabili og hugsast getur.

Velgengni fylgir pressa og pressan er okkar forréttindi. SA liðin mæta hungraðri en nokkurn tímann áður aftur til leiks og hockeytown er enþá hockeytown. Takk fyrir enn eitt frábært hokkítímabil og við sjáumst aftur á pöllunum í haust.