ANDRI MÁR MIKAELSSON ÍSHOKKÍMAÐUR ÁRSINS HJÁ ÍHÍ

Andri Már Mikaelsson hefur verið valinn íshokkímaður ársins á Íslandi. Andri Már var á dögunum valinn íshokkímaður ársins hjá Skautafélagi Akureyrar en bætir nú við sig nafnbótinni Íshokkímaður ársins á Íslandi. 

Við óskum Andra innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Hér er umsögn Íshokkísambands Íslands um Andra:

"Andri Már hefur nánast alla sína tíð búið á Akureyri, er 26 ára gamall og hefur spilað með Skautafélagi Akureyrar frá unga aldri.  Andri Már varð Íslandsmeistari á síðasta timabili með SA Víkingum og var þar fyrirliði. Andri Már hefur unnið fjölda íslandsmeistaratitla með liði sínu á Akureyri og og hefur einnig leikið erlendis tvö tímabil, fyrst með Mörrum Hockey og svo Aseda IF. Andri Már byrjaði ferilinn á barnsaldri eins og margir Akureyringar og 15 ára gamall gekk hann til liðs við meistaraflokk SA.  Andri Már hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands og  hefur tekið þátt í átta heimsmeistaramótum karlalandsliðsins.

Andri Már er frábær íshokkímaður, góð fyrirmynd fyrir unga sem eldri leikmenn. Andri Már er leiðtogi sem nær vel til hópsins, þekktur fyrir baráttu sína og vinnusemi inná ísnum og er íshokkíhreyfingunni til mikilla sóma."