Vinnukvöld fimmtudaginn 17 júlí kl 18:00

Óskað er eftir fólki til merkinga á brautum

Þar sem frysting er hafin á svellinu þurfum við að merkja brautirnar.  Áætlað er að byrja kl 18:00 á fimmtudagskvöldið. Nokkrir eru búnir að boða komu sína en því fleiri sem koma því fljótar gengur verkið. Þetta ætti ekki að taka nema tvo til þrjá tíma. Sjáumst hress á fimmtudagskvöldið. Hallgrímur