Víkingar unnu Björninn 3 - 8

Björn Már skoraði tvö í kvöld. Ási eða Sigurgeir tóku myndina
Björn Már skoraði tvö í kvöld. Ási eða Sigurgeir tóku myndina

Víkingar náði í kvöld mikilvægum stigum af Birninum í Grafarvogi með góðum 8 - 3 sigri.  Víkingar náðu þar einnig að koma fram hefndum eftir grátlegt tap í framlenginu síðasta þriðjudag en það er greinilegt að bæði lið kunna vel við sig á útivelli.   Eitt af einkennum Bjarnarmanna er að byrja af miklum krafti og það gerðu þeir í kvöld og komust yfir strax á fyrstu sekúndum leiksins.

Víkingar létu það þó ekki á sig fá heldur snéru leiknum fljótt við og svöruðu með fjórum mörkum.  Staðan var því 4 - 1 eftir fyrstu lotu og þar var grunnurinn lagður að sigrinum.  Önnur lota var jafnari en hana unnu Víkingar engu að síður 2 - 1 og síðan þá þriðju með sömu markatölu, lokastaðan 8 - 3.

Þrátt fyrir góðan sigur þá var þetta ekki besti leikur Víkinga í vetur.  Hins vegar gekk allt upp, heppnin var einnig með okkur og pökkurinn skoppaði okkar megin að þessu sinni.  Bjarnarmenn lentu snemma í vandræðum með brottvísanir og eyddu drjúgum tíma einum og tveimur færri og það hjálpaði okkur einnig. 

Í þriðju lotu fór eitthvað að hitna í kolunum og Rúnar Freyr hjá Víkingum Róbert Pálsson hjá Birninum voru reknir úr leiknum með leikdóm og munu fá leikbann.  Urðu þeir uppvísir að frekar lítið merkilegum slagsmálum og fengu þar heldur þunga dóma hjá dómara leiksins.

Sigurinn var kærkominn því það má ljóst vera að hvert stig skiptir máli.  Nú tekur við nokkuð langt hlé sem helgast m.a. af því að heimsmeistarakeppni U20 fer fram í desember og ekki verður leikið í deildinni á meðan.  Næsti leikur verður milli jóla á nýárs en þá mætast Víkingar og Jötnar í höfuðstað Norðurlands.

 

Mörk/stoðsendingar  Víkingar:

Björn Már Jakobsson 2/0
Andri Freyr Sverrisson 2/0
Orri Blöndal 1/1
Rúnar Freyr Rúnarsson 1/0
Jón B. Gíslason 1/0
Ingólfur Elíasson 1/0
Stefán Hrafnsson 0/3
Andri Már Mikaelsson 0/2
Sigurður S. Sigurðsson 0/1
Jóhann Már Leifsson 0/1

Brottvísanir Víkingar: 34 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Brynjar Bergmann 1/0
Andri Steinn Hauksson 1/0
Steindór Ingason Andri Steinn Hauksson 1/0
Úlfar Jón Andrésson 0/1
Róbert Freyr Pálsson 0/1

Refsimínútur Björninn: 40 mínútur