Víkingar taka á móti Birninum á morgun þriðjudag

Ljósmynd: Ásgrímur Ágústsson
Ljósmynd: Ásgrímur Ágústsson

Á morgun, þriðjudaginn 23. nóvember koma Bjarnarmenn í heimsókn og að þessu sinni munu þeir mæta Víkingum.  Bjarnarmenn hafa níðst á Jötnunum í vetur og hafa náð í öll sín stig úr þremur viðureignum við þá.  Nú er komið að því að þeir mæti stóra bróður og verða þeir ekki teknir neinum vettlingatökum.

Leikurinn hefst kl. 19:30 og gera má ráð fyrir hörku-viðureign enda mættust þessu lið í gríðarlega spennandi úrslitakeppni síðasta vor sem sællar minningar lauk með okkar sigri í fimmta leik í úrslitum.

Meðfylgjandi mynd tók Ási ljós í síðustu viðureign Jötna og Víkinga sem fram fór í síðustu viku.