Víkingar sigldu fram úr í lokin

Mynd: Sigurgeir Haraldsson (21.01.2013)
Mynd: Sigurgeir Haraldsson (21.01.2013)

 

Víkingar unnu sigur á SR í Laugardalnum í kvöld. Lentu undir í upphafi, en tryggðu sigurinn með þremur mörkum á síðasta korterinu. 

SR komst yfir með marki um miðjan fyrsta leikhluta, en Ingólfur Tryggvi Elíasson jafnaði skömmu síðar. Aftur komust SR-ingar yfir, ekkert skorað í öðrum leikhluta og staðan því 2-1 alveg fram undir miðjan þriðja leikhluta. En síðasta korterið reyndist Víkingum drjúgt. Þeir skoruðu þrjú mörk. Ben DiMarco jafnaði leikinn og kom Víkingum síðan yfir og Björn Már Jakobsson gulltryggði sigurinn í lokin. Úrslitin: SR - Víkingar 2-4 (2-1, 0-0, 0-3).

Næsti leikur Víkinga verður þriðjudagskvöldið 18. febrúar þegar Bjarnarmenn koma í heimsókn. Með sigrinum í kvöld eru Víkingar komnir tveimur stigum upp fyrir Björninn, en hafa leikið einum leik fleira. Framundan er því spennandi barátta um deildarmeistaratitilinn og þar með oddaleiksréttinn í úrslitakeppninni.

Mörk/stoðsendingar
SR

Zdenek Prchaska 1/0
Guðmundur Þorsteinsson 1/0
Egill Þormóðsson 0/2
Refsimínútur: 10
Varin skot: 25

Víkingar
Ben DiMarco 2/0
Björn Már Jakobsson 1/1
Ingólfur Tryggvi Elíasson 1/0
Andri Freyr Sverrisson 0/1
Jón B. Gíslason 0/1
Stefán Hrafnsson 0/1
Refsimínútur: 12
Varin skot: 29