Víkingar mörðu sigur í framlengingu; 4 - 3

Gullmarkaskorarinn Jóhann Leifsson:  Ljósmynd Ásgrímur Ágústsson
Gullmarkaskorarinn Jóhann Leifsson: Ljósmynd Ásgrímur Ágústsson

Í gærkvöldi fór fram æsispennandi leikur á milli liðanna úr heimabæ hokkísins, Jötna og Víkinga.  Víkingar voru taldir sigurstranglegri aðilinn fyrir þennan leik en þó varð að taka tilllit til þess að Jötnar hafa verið á mikilli siglingu upp stigatöfluna að undanförnu og hafa náð í stig síðustu leikjum gegn SR og Birninum.  Það voru svo Jötnarnir sem fóru betur af stað og komust í 3 - 0 í fyrstu lotu á meðan Víkingar virtust heillum horfnir.  Þeir náðu þó að klóra aðeins í bakkann þegar Andri Mikaels skoraði eftir frákast frá Orra Blöndal.  Mörk Jötnanna skoruðu Stefán Hrafnsson og Mr.LeCunt.

Þjálfari Víkinga Josh Gribben tók hárblásarann á liðið sitt á milli lota og viðhafði orðbragð sem ekki verður haft eftir hér.  Það skilaði a.m.k. því að vörnin hélt sem eftir var leiks og mörk Jötna urðu ekki fleiri.  En mörkin létu bíða eftir sér og Víkingar bættu tveimur mörkum fyrir leikslok, eitt í hvorri lotu og voru heppnir að tapa ekki leiknum á endasprettinum þar sem Jötnar voru í power play.  Markið í 2. lotu skoraði Gunnar Darri og Andri Mikaels jafnaði metin í 3. lotu.  Einar Eyland varði eins og berserkur í marki Jötna en þess má geta skotin í leiknum voru 47 - 14 Víkingum í vil, þannig að það var nóg að gera á Einari.

Það varð því að grípa til framlengingar og eftir aðeins 26 sek þá bjargði Jói Leifss seinna stigi Víkinga og gerði út um leikinn, ekki í fyrsta skiptið sem Jói skorar gullmark í vetur.  Leikurinn var hins vegar bráð fjörugur en fór nokkuð friðsamlega fram þó eitthvað hafi hitnað í kolunum öðru hverju.  Víkingar færðust enn nær deildarmeistara titlinum með þessum tveimur stigum en samtímis tapaði SR fyrir Birninum fyrir sunnan og varð þar af 3 stigum.  Um næstu helgi eiga Víkingar og SR tvíhöfða í borginni og þeir leikir eru mikilvægir í stigakeppninni á síðustu metrum deildarkeppninnar. 

Reynir Sigurðsson var með beina textalýsingu frá leiknum og hana má sjá hér að neðan.

 

það eru búnar 8 min af 1. leikhluta og staðan enn jöfn 0 - 0. Engin refsing hefur verið gefin.        Jötnar opna markareikninginn með marki frá stebba 1 - 0 10,30 eftir.   Jötnar bæta við öðru marki þegar 8 og 40 eru eftir af 1.lotu   2 - 0.       Dómari leiksins er Helgi Páll og línumenn eru Dúi og Hrund.  Jötnar skora 3. markið þegar 7 min eru eftir  3 - 0.    Jötnar missa mann f. tripping 5,12 eftir.      Víkingar skora sitt 1. mark einum fleiri    3 - 1.       4,04 eftir.         1,14 eftir.        lotan búin.

5 min búnar af 2. hluta og staðan óbreytt.  3 - 1.        11 min eftir og tíðindalaust, liðin skiptast á að sækja.      Víkingar eru búnir að eiga nokkrar beittar sóknir en ekkert gengið upp.      7 min eftir .     4 min eftir.      Víkingar liggja í stanslausri sókn en pökkurinn vill ekki inn hjá þeim.       2 min eftir.       víkingar skora 3 - 2 þegar 1 min er eftir.    lotan búin.

3 min búnar af 3. leikhluta  og víkingar skora jöfnunar mark  3 - 3.       12,30 eftir og leikurinn fer nánast allur fram í varnarsvæði jötna.       8,35 eftir.         5,40 eftir.        3,50 eftir.        víkingar missa mann f. hooking og  jötnar taka leikhlé.   2,44 eftir.        1min eftir.      19sek   eftir.          3.lota búin.

framlenging að hefjast.     Jói skorar fyrir víkinga eftir 27 sek.      leik lokið   3 - 4