Vantar aðstoð við pökkun á öskudagsnammi

Kæru foreldrar iðkenda í A1, A2, B1, B2, C1 og C2!

Nú stendur yfir pökkun á öskudagsnamminu, salan gekk vel og er því miklu nammi sem þarf að pakka. Eins og áður hefur komið framm er þetta okkar aðal fjáröflun og því mikilvægt að allt gangi vel. Því óskum við eftir aðstoð ykkar bæði við pökkun og útkeyrslu á namminu!!!! Það þurfa alltaf að vera helst þrír fullorðnir að hjálpar við pökkunina, hvert foreldri þarf ekki að vera allan tímann sem pakkað er þann daginn heldur gæti verið gaman að aðstoða þegar sá hópur er sem barnið manns er í. Ef þið sjáið fært að aðstoða hvort sem um ræðir pökkun, útkeyrslu eða bæði væri best að senda email á ruthermanns@hive.is þann tíma sem þið getið verið í pökkun en einnig er hægt að mæta pakka og grípa með sér nokkra kassa í útkeyrslu.