Valkyrjur unnu Björninn 5 - 0

Anna, Birna og Sarah fagna marki.  Ljósmynd Ásgrímur Ágústsson
Anna, Birna og Sarah fagna marki. Ljósmynd Ásgrímur Ágústsson
Á laugardagskvöldið mættust Valkyrjur og Björninn en þetta var í annað skiptið sem liðin mætast í vetur.  Valkyrjur komu vel stemmdar til leiks og fóru nokkuð létt með gestina, stjórnuðu leiknum frá upphafi og hleyptu Birninum aldrei inn í leikinn.  Fyrsta lotan fór 2 – 0 og mörkin skoruðu þær Hrund Thorlacius og Kristín Björg Jónsdóttir.  Í 2. lotu juku Valkyrjur muninn um eitt mark, eftir gott skot frá bláu línunni frá Önnu Sonju Ágústsdóttur í „power play“.

 

Í þriðju lotu héldu Valkyrjur áfram öflugum sóknarleik og þær Díana Mjöll Björgvinsdóttir og þjálfarinn Sarah Smiley bættu við tveimur mörkum og gulltryggðu auðveldan 5 – 0 sigur.  Markið frá Söruh kom þegar Valkyrjur voru einum leikmanni færri, en það er alltaf extra sætt. 

Markmennirnir voru í lykilhlutverkum í leiknum.  Karítas átti góða spretti í marki Bjarnarins og kom í veg fyrir enn stærri ósigur síns liðs en Valkyrjumegin var það nýliðinn Íris Hafberg sem átti stórleik og náði sér í sitt fyrsta „shut-out“, sem verður að teljast frábær árangur hjá leikmanni sem er að spila sitt fyrsta tímabil í Íslandsmóti.

 

Mörk og stoðsendingar Valkyrjur:

Hrund Thorlacius 1/1
Sarah Smiley 1/1
Anna S. Ágústsdóttir 1/1
Díana Mjöll Björgvinsdóttir 1/0
Birna Baldursdóttir 0/2
Katrín Hrund Ryan 0/1
Guðrún Arngrímsdóttir 0/1

Brottvísanir Valkyrjur: 12 mínútur.

Brottvísanir Björninn: 4 mínútur.

 Aðaldómari var Jón Heiðar Rúnarsson og á línunni voru Dúi og Andri Már.